Faraldursáætlanir og leiðin til alþjóðlegs fasisma

Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar á lýðheilsu nær yfir líkamlega, andlega og félagslega heilsu fólks. Þetta kemur fram í stofnskránni sem gerð var árið 1946 og þar sem jafnframt er lögð áhersla á samfélagsþátttöku og sjálfstæði þjóða, sem endurspeglar skilning á aðstæðum í heimi sem þá var að rísa upp úr aldalangri heimsvaldastefnu og jafna sig á skammarlegri þátttöku lýðheilsufræðanna í mótun fasískra samfélaga á síðustu öld. Lýðheilsustefnan átti að miðast við einstaklinginn og var nátengd almennum mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti fólks.

Viðbrögðin við Covid-19 veirunni hafa sýnt hvernig þessar hugsjónir eru nú horfnar. Sívaxandi hlutfall einkafjármagns í lýðheilsustofnunum undanfarna áratugi, á grunni samþættingar einkageirans og hins opinbera (public-private partnerships) hefur grafið undan grundvelli alþjóðlegrar lýðheilsustefnu. Það sést á því hvernig brugðist var við kórónuveirunni, sem fyrst og fremst var hættuleg öldruðu fólki, hvernig ríkjandi viðmiðum um viðbrögð við faraldri og mannréttindum var ýtt til hliðar en í stað þess komið á skipulagi sem einkenndist af kúgun, ritskoðun og þvingunum, einkenni þeirra valdakerfa sem áður voru fordæmd.

Og nú hefur lýðheilsuiðnaðurinn tekið til við að þróa alþjóðleg kerfi og ferla, án minnsta tillits til kostnaðarins, sem ætlað er að festa þessi eyðileggjandi viðmið í sessi að alþjóðarétti. Lýðheilsustefna snýst nú aðeins um endalaus viðbrögð við sífelldu neyðarástandi, viðbrögð sem notuð eru, enn á ný, í því skyni að stýra samfélaginu á fasískum grunni.

Þeir sem njóta góðs af þessu eru auðhringarnir og fjárfestarnir sem báru ríkulegan afrakstur úr býtum vegna viðbragðanna við Covid-19. Líkt og í fasískum samfélögum fortíðar eru það mannréttindin og einstaklingsfrelsið sem lúta í lægra haldi. Ætli lýðheilsustofnanir sér þátt í að efla almennt heilsufar, í stað þess að veikja það, verða þær að gera sér grein fyrir þeim breytta heimi sem þær starfa í, og bregðast við.

Um þetta fjalla ég í grein minni sem birtist þann 30. júlí síðastliðinn í American Journal og Economics and Sociology og sem lesa má hér að neðan.

Powered By EmbedPress

Greinin birtist fyrst á vef Brownstone Institute 11. ágúst 2023.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *