Posted inFjölmiðlar Mannréttindi Tjáningarfrelsi
Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í nýlegu viðtali að bandarísk stjórnvöld beiti nú miklum þrýstingi og að nái þau sínu fram gæti svo farið að Assange verði framseldur á næstu vikum. Kristinn er staddur í Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeim hagsmunum tjáningarfrelsis sem eru í húfi verði Julian Assange dæmdur. Markmiðið sé að fá stjórnmálaleiðtoga í Suður Ameríku og Mexíkó til að hvetja Biden-stjórnina til að endurskoða málið út frá eigin hugsjónum um hefðbundið fjölmiðlafrelsi og að fella niður kærur á grundvelli þeirra.