Þar sem er vilji þar er vegur

Þar sem er vilji þar er vegur

Þurfa nú ekki einhverjir að fara að eiga sér draum; þann draum að hugsað verði upp á nýtt, að farið verði að gera í stað þess bara að vera, stýra í stað þess að láta stjórnast?  Það þarf með öðrum orðum fleiri gerendur og færri verendur.  Þá tendrast bjartsýnin á ný. Ég held að marga sé farið að lengja eftir henni.
Ritskoðunin og útsendarar hennar

Ritskoðunin og útsendarar hennar

Facebook er annar tveggja bandaríska netrisa sem soga til sín 80% af öllu auglýsingafé netsins og hafa því gengið af fréttamiðlum dauðum um heim allan, meðal annars á Íslandi. Á kóvíd tímum var þessum miðlum gefið það vald að úrskurða um lýðheilsuspillandi upplýsingamiðlun – og raunar grátbeðnir um það af stjórnvöldum. Það þótti nauðsynlegt að stemma stigu við því, á lýðheilsuforsendum, að almenningur væri t.d. hvattur til að drekka klór til að drepa kóvíd. Margar aðrar upplýsingar fóru þó í leiðinni í vaskinn, upplýsingar sem síðar hefur komið í ljós að áttu fullan rétt á sér. En tónninn var sleginn. Valdið er núna yfirfært yfir á upplýsingar sem hafa ekkert með lýðheilsu að gera heldur boðskap sem snertir stríðsrekstur þar sem sannleikurinn er sannarlega hverfull.
Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík

Það var í salarkynnum háskólans í Hamborg sem til stóð um síðustu helgi að ræða um stjórnmál og efnahagsmál undir yfirskriftinni “Við viljum endurheimta heiminn okkar”. En svo gerist það að boð berast frá stjórnendum háskólans um að ákveðið hafi verið að banna að ráðstefnan fari fram innan veggja skólans, þýska leyniþjónustan hafi sagt að umræðan væri þess eðlis að hún ýtti undir róttækni og öfgar í stjórnmálum.
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Stefnuyfirlýsing þess vakandi

Það er nauðsynlegt að við séum ekki sundruð meira en nú er orðið. Að við gröfum ekki skotgrafir á milli hópa með ólíkar áherslur sem deila þó því hugarfari að yfirvöldum ríkja og heilbrigðismála sé ekki lengur treystandi. Að blaðamenn séu ekki ábyrgir gagnrýnendur á samfélagið. Að hagsmunabarátta stórra alþjóðafyrirtækja teygir anga sína djúpt inn í samfélag okkar.
Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.
Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk.
Hvert beinist þín andúð?

Hvert beinist þín andúð?

Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar.
Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Ferðamálastofa hefur hafnað því að biðjast afsökunar, en hins vegar sýnt þá bíræfni að krefja Ivu sjálfa um afsökunarbeiðni vegna skoðana hennar! Iva sagðist aðeins hafa forherst við þessi viðbrögð. „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.