Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið sem við höfum til að berjast við heimsendaspámenn og snákaolíusala er gagnrýnin hugsun; skýr rökhugsun, sífelld leit að staðreyndum, sívakandi efi. Og það nægir ekki að örlítill minnihluti hafi gagnrýna hugsun á valdi sínu. Fjöldinn þarf að vera nægur til að stöðva áróðurinn í fæðingu. Það að stuðla að þessu er mikilvægasta verkefni samtímans.
Hver verður lærdómurinn?

Hver verður lærdómurinn?

Þegar frá líður mun þetta tímabil vafalaust verða sérstakt rannsóknarefni í háskólum. Stjórnmálafræðingar munu ræða um hvernig stefnumörkunarvald var afhent sérfræðingum. Lögfræðingar munu leita skýringa á því hversu veikt réttarríkið var í raun þegar á reyndi. Fjölmiðlafræðingar munu vafalaust vilja ræða hvort / hversu mikið hið svonefnda fjórða vald var gert óvirkt með ríkisstyrkjum. Sagnfræðingar munu ræða hvort nýtt stjórnarfar hafi rutt sér til rúms í kófinu, þar sem virðing fyrir frelsi einstaklingsins var gengisfelld og þar sem lýðræðið vék fyrir valdboðsstjórn. 
SARS-Cov-3

SARS-Cov-3

Hvað gerist þegar SARS-CoV-3 fer af stað? Eða annað álíka fyrirbæri úr rannsóknarstofum kínverskra og bandarískra samstarfsaðila? Verður nóg að lýsa yfir heimsfaraldri og við hlaupum heim með skottið á milli lappanna, læsum dyrunum, setjum á okkur grímu og látum líf okkar fara fram í gegnum tölvuskjá?
Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Félagar mínir sumir, sem aldrei hafa talað við mig um trúmál, hafa á síðustu vikum fært talið út á óvenjulegar brautir: Um Jóhannes, endatímana, Ragnarök o.fl. sem aldrei hefur áður komið til tals. Í afhelguðu samfélagi virðist mér sem einhvers konar trúarleg vakning sé mögulega að gerjast í hjörtum fólks. Frammi fyrir andstreymi, veikindum og dauða veitir efnis- og tómhyggja litla huggun.  
Leitin að hófstilltu umræðunni

Leitin að hófstilltu umræðunni

Þegar ég hóf nám í fjölmiðlafræði, við Háskólann í Malmö fyrir 20 árum síðan, höfðu helstu samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter ekki litið dagsins ljós. Menn höfðu ekki miklar áhyggjur af „upplýsingaóreiðu“. Í staðinn var tjáningarfrelsi í hávegum haft. Enda stórkostlegt afrek Vesturlanda að hafa opnað fyrir þau samfélagslegu mannréttindi að geta stundað opna umræðu. Annars væri ekkert lýðræði. 
Hvað sameinar?

Hvað sameinar?

Hvað sem þessu öllu líður vekur sú harða afstaða sem þarna birtist vissar áhyggjur af hugarástandi svarenda. Ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort þessi svör séu hugsanlega afleiðing einhliða framsetningar og skorts á gagnrýnni umræðu hérlendis. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að aðrar þjóðir, t.d. Svíar, virðast sýna meira umburðarlyndi.
Roald Dahl og afneitun veruleikans

Roald Dahl og afneitun veruleikans

Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum eða einkalegri upplifun einstaklinga.
Hvert beinist þín andúð?

Hvert beinist þín andúð?

Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar.
Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Ferðamálastofa hefur hafnað því að biðjast afsökunar, en hins vegar sýnt þá bíræfni að krefja Ivu sjálfa um afsökunarbeiðni vegna skoðana hennar! Iva sagðist aðeins hafa forherst við þessi viðbrögð. „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.
Firring og bæling

Firring og bæling

Þegar andstæðingar mínir urðu þess varir að engar slíkar efnislegar sannanir eru til, varð fólk enn reiðara og þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.