Firring og bæling

Firring og bæling

Þegar andstæðingar mínir urðu þess varir að engar slíkar efnislegar sannanir eru til, varð fólk enn reiðara og þá var dregin fram undirskrift mín við umsögn í samráðsgátt stjórnvalda vegna frumvarps um bann við bælingarmeðferðum. Þetta er þá allt hatrið og fordómarnir sem ég á að hafa opinberað og er álitin gild ástæða til að jaðarsetja mig og útskúfa úr samfélaginu.
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Landamæri án landa og lendur án landamæra

Landamæri án landa og lendur án landamæra

Þar með varð ljóst að ekkert Kúrdaríki yrði til. Og ekki nóg með það, lengi vel var látið svo að Kúrdar væru ekki til í Tyrklandi. Ataturk kallaði þá fjallatyrki, bannaði mál þeirra og menningu og þegar þeir snerust til varnar og sóknar eftir atvikum voru þeir kallaðir hryðjuverkamenn. Undir það hafa aðildarríki NATÓ tekið fram á þennan dag, beint eða þá óbeint með þögn sinni.
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.
Orðin sem geyma hatrið

Orðin sem geyma hatrið

Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Málfrelsi, og það sem ekki má ræða

Nýverið ræddu Þórarinn Hjartarson og Þorsteinn Siglaugsson saman í þætti hins fyrrnefnda, Ein Pæling. Þórarinn var svo vinsamlegur að leyfa okkur að birta spjallið í heild, en þættirnir í fullri lengd eru almennt aðeins aðgengilegir áskrifendum. Gerast má áskrifandi að þáttum Þórarins hér. Í þættinum var farið vítt og breitt og fjallað um tjáningarfrelsið og…
Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Ráðist hefur verið á Jordan Peterson á vettvangi Háskólans í Toronto, þar sem hann var prófessor, en nú nýlega hefur samband sálfræðinga í Ontario í Kanada (e. College of Psychologists of Ontario), sem er stjórnvald fyrir sálfræðinga, kveðið upp þann úrskurð að hann eigi að undirgangast endurmenntun í notkun samfélagsmiðla en ella missa starfsleyfi sitt sem klínískur sálfræðingur. Peterson talar um mikilvægi þess að standa á sínu – alræðishyggjan nærist meðal annars á undanlátssemi og meðvirkni. Hann mun ekki undirgangast endurmenntun.
Woke fyrir heimilið

Woke fyrir heimilið

Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga.
Í þágu upplýstrar umræðu: Samantekt um hlutskipti Kúrda

Í þágu upplýstrar umræðu: Samantekt um hlutskipti Kúrda

Ég varpaði fram þeirri spurningu undir lok fundar Málfrelsisfélagsins hverju það gæti sætt að tilraunir Kúrda til að koma á friði fengju nánast aldrei að heyrast í fjölmiðlum heimsins og visaði ég sérstaklega í orð Abdullah Öclans, helsta leiðtoga Kúrda í Tyrklandi, Sýrlandi og víðar.
Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur.