Greinin sem hér fer á eftir, eftir Helga Örn Viggósson, birtist á Facebook þann 30. janúar 2021. Helgi fer þar ítarlega í gegnum yfirlýsingar Kára Stefánssonar um tilurð og virkni bóluefnanna, en eins og alkunna er dásamaði hann þau mjög um leið og þau komu á markað, og raunar fyrr. Helgi vísar hér til rannsókna og viðvarana vísindamanna sem þá þegar höfðu komið fram. Allt upplýsingar sem lágu fyrir strax þá, áður en bólusetningaherferðin hérlendis hófst fyrir alvöru, og um hálfu ári áður en Kári Stefánsson krafðist útskúfunar þeirra sem neituðu að taka áhættuna, útskúfunar þeirra sem hugsuðu gagnrýnið, sem kynntu sér fyrirliggjandi upplýsingar og tóku upplýstar ákvarðanir á grunni þeirra. Útskúfunar þeirra sem höfðu hugrekki til að leitast við að upplýsa aðra af umhyggju fyrir velferð þeirra og voru tilbúnir til að hætta eigin hagsmunum, eigin orðspori og jafnvel fjölskyldu- og vinaböndum í því skyni. Útskúfunar þeirra sem ekki voru “vitrir eftir á” heldur vitrir fyrirfram.