Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”
Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi efna til málfundar um tjáningarfrelsið og hindranir í vegi þess. Frummælendur verða Toby Young formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 7. janúar og hefst kl. 14.