Hversu langt verður bataferlið?

Hversu langt verður bataferlið?

Nýlega var ég spurður að því í útvarpsviðtali hvers vegna ég teldi viðbrögðin við kórónuveirunni hafa verið jafn öfgafull og raun bar vitni. Ég sagði að mín besta ágiskun væri fjöldamóðursýki líkt og Mattias Desmet hefur getið sér til um. Skiljanlega spurði fréttamaðurinn þá hversu líklegt það væri í raun og veru að meira og minna allur heimurinn yrði slíku að bráð; fyrir henni…
“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

„Woke“ hugmyndafræðin sem látið er líta út fyrir að snúist um menningarlegt andóf hinna jaðarsettu og kúguðu er nú orðin opinber hugmyndafræði líföryggisríkisins, sem á grunni hennar réttlætir stöðugt eftirlit, ritskoðun og æ öflugri stýringu ríkisvaldsins á líffræðilegri tilveru okkar, segir Elmer.
Heimsvaldastefna, framþróun og heimurinn í dag

Heimsvaldastefna, framþróun og heimurinn í dag

Samkvæmt heimspekingnum Hönnu Arendt var heimsvaldastefnan mikilvægur áfangi á vegferðinni til alræðissamfélaga tuttugustu aldarinnar. Hún lagði til tvo mikilvæga þætti sem alræðissamfélög byggjast á, annars vegar skrifræðið og hins vegar, í það minnsta í tilfelli Vesturevrópskra alræðisríkja á borð við Þýskaland og Ítalíu, kynþáttahyggjuna. Þrátt fyrir það misrétti og hörmungar sem heimsvaldastefnan leiddi óumdeilanlega af…
“Segðu aðeins það sem við viljum heyra, eða við sviptum þig lífsviðurværinu”

“Segðu aðeins það sem við viljum heyra, eða við sviptum þig lífsviðurværinu”

Þann 15. september sl. lokaði greiðslumiðlunin Paypal reikningum breska blaðamannsins Toby Young, Daily Sceptic vefmiðilsins sem er gagnrýninn á stefnu stjórnvalda í ýmsum málum, og Free Speech Union, sem eru samtök til varnar málfrelsi. Toby Young er í forsvari fyrir bæði Daily Sceptic og Free Speech Union. Tilraunir til að fá haldbærar skýringar á ákvörðun fyrirtækisins eða…
Við megum aldrei gleyma

Við megum aldrei gleyma

Samkvæmt Sameinuðu þjóðunum hafa höft og lokanir vegna kórónaveirunnar þegar valdið dauða hundruða þúsunda barna í þriðja heiminum. Röskun vegna lokana skóla hefur grafalvarlegar afleiðingar fyrir börn. Og eins og rannsóknir hafa þegar sýnt, höfðu þessar aðgerðir engin teljandi áhrif á dauðsföll af völdum Covid-19, en eiga eflaust stóran þátt í aukningu umframdauðsfalla af öðrum…
Útilokun Tsjaíkovskís

Útilokun Tsjaíkovskís

Ég er að hlusta á gamla hljómplötu, flutning Berlínarfílharmóníunnar frá 1985 á „1812“ forleik Tsjaíkovskís. Upptakan er gerð tæpum 40 árum fyrir innrás Rússa í Úkraínu, næstum 40 árum eftir umsátur Þjóðverja um Leníngrad; Berlínarmúrinn klýfur borgina og fall hans ekki í sjónmáli; hápunktur Kalda stríðsins. Stórkostleg rússnesk tónlist, samin til minningar um enn eitt…
Útilokun á aðventu

Útilokun á aðventu

Hugmyndir um að merkja fólk og mismuna eftir því hvort eða hversu marga skammta bóluefnis við kórónaveirunni það hefur fengið eru varhugaverðar. Við þessu er réttilega varað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 12. desember og vísað til sögunnar. Því miður virðast alltof fáir gera sér grein fyrir að öll slík mismunun, sama hversu sakleysislega hún lítur…