Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Tjáningarfrelsið og fjötur ósjálfræðisins

Meirihluti sérfræðinganna leitast við að hindra að almenningur hugsi sjálfstætt. Almenningur forðast þá sjálfstæða hugsun og krefst leiðsagnar. Sérfræðingarnir hafa þá ekki önnur úrræði en að festast í dogmatískum skoðunum, því víki þeir frá þeim þvingar almenningur þá til fylgis við þær aftur. Þannig viðheldur ósjálfræðið sjálfu sér.
Hvað “lærðu” þau af faraldrinum og hvað getum við lært af því?

Hvað “lærðu” þau af faraldrinum og hvað getum við lært af því?

Fjórir þessara einstaklinga eru læknar og einn er hjúkrunarfræðingur. Allt þetta fólk ætti að hafa menntun og skynsemi til að greina milli læknisfræðilegra ráðstafana sem virka og þeirra sem virka ekki. Allt ætti þetta fólk að geta lesið, skilið og dregið rökréttar ályktanir af vísindarannsóknum.
Fundur um fræðslustarf Samtakanna 78

Fundur um fræðslustarf Samtakanna 78

Mánudaginn 15. maí hélt Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi fund á Kringlukránni um fræðslustarf Samtakanna 78 í skólum. Þar hélt Þorbjörg Þorvaldsdóttir fræðslustýra samtakanna erindi og svaraði spurningum úr sal. Fundinum stýrði Baldur Benjamín Sveinsson, stjórnarmaður í Málfrelsi.
Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Þingsályktun um aðgerðir gegn hatursorðræðu er gróf aðför að tjáningarfrelsinu

Í janúar sl. skilaði Málfrelsi - samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, inn umsögn í Samráðsgátt um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu. Umrætt mál er nú komið til Allsherjar- og menntamálanefndar þingsins og hefur umsögn félagsins verið send nefndinni. Þetta mál er að mati félagsins gróf tilraun til að skerða málfrelsi og mismuna þegnum landsins.
Sapere aude!

Sapere aude!

Árið 1784 orðaði Immanúel Kant þetta svo í ritgerðinni Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?: "Upplýsing er lausn mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem hann á sjálfur sök á. Ósjálfræði er vanhæfni mannsins til að nota eigið rökvit án handleiðslu annarra. Maðurinn á sjálfur sök á þessu ósjálfræði þegar orsökin er ekki skortur á hyggjuviti heldur vöntun á einurð og hugrekki til að nota hyggjuvit sitt án handleiðslu annarra. Einkunnarorð upplýsingarinnar eru því "Sapere aude!, hafðu hugrekki til að nota þitt eigið hyggjuvit!"
Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Hversu mörgum lífum var fórnað í nafni sóttvarna?

Getur verið að fyrir hvert dauðsfall vegna Covid-19 hafi að minnsta kosti tveimur einstaklingum verið fórnað með gagnslausum ráðstöfunum, og þá eru dauðsföll vegna bólusetninga ekki talin með? Er mögulegt að það hafi ekki verið sérlega góð hugmynd að tæta upp samfélagsvefinn vegna veiru með 0,2% dánarhlutfall?
Atlagan að kjarna frelsisins

Atlagan að kjarna frelsisins

Hvaða áhrif hefur þetta á samfélög okkar og samskipti, sem á endanum byggja að mestu á líkamlegri tjáningu? Er samfélagsvefurinn að rakna upp? Hverjar verða afleiðingarnar, hvað drífur þessa þróun áfram og hvernig getum við brugðist við henni? Um þetta fjalla breski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Laura Dodsworth og dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands á fundi Málfrelsis, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 15. apríl kl. 14.
Munum við einhvern tíma læra?

Munum við einhvern tíma læra?

„Þau“ eru hermennirnir sem streyma á vígvöllinn í stað þess að neita því, unnustur þeirra, sem tína blómin til að leggja á leiði þeirra, í stað þess að banna þeim að fara. Því stríð brjótast ekki út án hermanna, og eins og hið fræga leikverk Aristófanesar, Lýsistrata, kennir okkur, þá  brjótast þau ekki heldur út án unnusta þeirra; stríð brjótast aðeins út með stuðningi fólksins, eða vegna afskiptaleysis þess.
Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svía sýnir að við áttum alltaf val

Árangur Svíþjóðar er afar mikilvægur, því hann sýnir glöggt að hinar síendurteknu staðhæfingar um að við höfum ekki haft neitt val standast ekki. Við eigum ávallt val og við getum ekki skorast undan ábyrgð okkar á því vali. "The Herd" veitir frábæra innsýn í hvernig Svíar völdu sína leið og hvaða árangri hún skilaði. Það er skylda okkar að læra af því.
Endalok Fréttablaðsins

Endalok Fréttablaðsins

Það er raunar hlálegt að það óvissuástand sem nú er uppi er í bein afleiðing af þeirri sjálfsmorðsárás á samfélagið sem stjórnmálaflokkarnir stóðu að, allir sem einn snemma árs 2020, en sem Fréttablaðið barðist gegn af mikilli einurð lengi vel, árás sem raunar átti sér ekki aðeins stað hérlendis, heldur um allan heim.
Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Eina vopnið sem við höfum til að berjast við heimsendaspámenn og snákaolíusala er gagnrýnin hugsun; skýr rökhugsun, sífelld leit að staðreyndum, sívakandi efi. Og það nægir ekki að örlítill minnihluti hafi gagnrýna hugsun á valdi sínu. Fjöldinn þarf að vera nægur til að stöðva áróðurinn í fæðingu. Það að stuðla að þessu er mikilvægasta verkefni samtímans.