Posted inMannkynssaga Tjáningarfrelsi
Traust, ábyrgð, og sagan af Kurt Carlsen og Flying Enterprise
Þegar Kurt Carlsen kom heim til New York biðu hans móttökur sem hann hafði ekki órað fyrir. Honum var fagnað sem þjóðhetju og farið með hann í skrúðgöngu frá hafnarbakkanum og heim, en tugþúsundir fylltu gangstéttirnar, veifuðu og fögnuðu heimkomu hans.
Í huga Carlsens skipstjóra var málið einfalt: Honum var treyst fyrir skipinu og farmi þess. Ábyrgðin var hans og einskis annars, og ekki kom annað til greina en að standa undir henni.