VIÐBURÐUR: Framtíð fréttamennsku

Félagið Málfrelsi boðar til opins fundar í sal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu næstkomandi laugardag 11. janúar klukkan 14.

HVER ER FRAMTÍÐ FRÉTTAMENNSKU?
– stefnumótandi afl eða gagnrýnin upplýsingamiðlun?

Svala Magnea Ásdísardóttir formaður Málfrelsis setur fundinn.

Kristinn Hrafnsson fjallar um baráttu Julian Assange og Wikileaks og áhrifin á fréttamennsku til framtíðar.

Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðla- og stjórnmálafræði veltir því upp hvert stefnií fjölmiðlun og fréttaflutningi, hvort búast megi við aukinni einsleitni og ritskoðun eða hvort sé að vænta meiri fjölbreytni og opnari umræðu; hvort samfélagið sé að verða gagnrýnna eða áhugalausara. 

Tjörvi Schiöth, sagnfræðingur, fjallar um stríðsáróður og gagnrýna umfjöllun.

Pallborðsumræður verða í lokin.

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson, fyrrum fréttamaður.

Áætlað er að fundurinn standi í hálfan annan tíma en honum lýkur í síðasta lagi kl. 16. 

Félagið Málfrelsi og ritmiðillinn www.krossgotur.is standa fyrir viðburðinum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangseyrir enginn. 

Facebook viðburð má finna með því að smella hér.


1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *