Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.
„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

Um miðjan janúar, aðeins viku fyrir ráðstefnuna í Stokkhólmi, hafði Malhotra komið fram í sjónvarpsviðtali á fréttastöðinni BBC og bent á að nýleg gögn sýni að sprauturnar geti valdið alvarlegum aukaverkunum hjá að minnsta kosti einum af hverjum 800 einstaklingum. BBC var harðlega gagnrýnt í kjölfarið af öðrum meginstraumsfjölmiðlum fyrir að birta viðtalið. Malhotra bendir á þetta og segir að þöggun sé einmitt hluti af vandamálinu.
Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Ráðist hefur verið á Jordan Peterson á vettvangi Háskólans í Toronto, þar sem hann var prófessor, en nú nýlega hefur samband sálfræðinga í Ontario í Kanada (e. College of Psychologists of Ontario), sem er stjórnvald fyrir sálfræðinga, kveðið upp þann úrskurð að hann eigi að undirgangast endurmenntun í notkun samfélagsmiðla en ella missa starfsleyfi sitt sem klínískur sálfræðingur. Peterson talar um mikilvægi þess að standa á sínu – alræðishyggjan nærist meðal annars á undanlátssemi og meðvirkni. Hann mun ekki undirgangast endurmenntun.
Woke fyrir heimilið

Woke fyrir heimilið

Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga.
Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur…
“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

“Woke” – hugmyndafræði í þjónustu fasisma?

„Woke“ hugmyndafræðin sem látið er líta út fyrir að snúist um menningarlegt andóf hinna jaðarsettu og kúguðu er nú orðin opinber hugmyndafræði líföryggisríkisins, sem á grunni hennar réttlætir stöðugt eftirlit, ritskoðun og æ öflugri stýringu ríkisvaldsins á líffræðilegri tilveru okkar, segir Elmer.
Twitter skjölin: Aðeins blábyrjunin

Twitter skjölin: Aðeins blábyrjunin

Nú vitum við að Elon Musk gæti rekið 3 af 4 starfsmönnum Twitter og miðillinn myndi virka betur en nokkru sinni fyrr. Þetta fólk var nefnilega ekki að vinna fyrir miðilinn. Það var að vinna gegn honum. Og í hvaða tilgangi? Að halda skólunum lokuðum. Til að neyða fólk í bólusetningu. Að viðhalda ferðatakmörkunum. Að þvinga fram grímunotkun og magna upp veiruótta.
“Segðu aðeins það sem við viljum heyra, eða við sviptum þig lífsviðurværinu”

“Segðu aðeins það sem við viljum heyra, eða við sviptum þig lífsviðurværinu”

Þann 15. september sl. lokaði greiðslumiðlunin Paypal reikningum breska blaðamannsins Toby Young, Daily Sceptic vefmiðilsins sem er gagnrýninn á stefnu stjórnvalda í ýmsum málum, og Free Speech Union, sem eru samtök til varnar málfrelsi. Toby Young er í forsvari fyrir bæði Daily Sceptic og Free Speech Union. Tilraunir til að fá haldbærar skýringar á ákvörðun fyrirtækisins eða…
Útilokun Tsjaíkovskís

Útilokun Tsjaíkovskís

Ég er að hlusta á gamla hljómplötu, flutning Berlínarfílharmóníunnar frá 1985 á „1812“ forleik Tsjaíkovskís. Upptakan er gerð tæpum 40 árum fyrir innrás Rússa í Úkraínu, næstum 40 árum eftir umsátur Þjóðverja um Leníngrad; Berlínarmúrinn klýfur borgina og fall hans ekki í sjónmáli; hápunktur Kalda stríðsins. Stórkostleg rússnesk tónlist, samin til minningar um enn eitt…
Útilokun á aðventu

Útilokun á aðventu

Hugmyndir um að merkja fólk og mismuna eftir því hvort eða hversu marga skammta bóluefnis við kórónaveirunni það hefur fengið eru varhugaverðar. Við þessu er réttilega varað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 12. desember og vísað til sögunnar. Því miður virðast alltof fáir gera sér grein fyrir að öll slík mismunun, sama hversu sakleysislega hún lítur…