Hægri rugludallarnir svokölluðu

Hægri rugludallarnir svokölluðu

Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.
Ísland í eftirsannleik: Samfélagslegar gaslýsingar og afbakaður raunveruleiki

Ísland í eftirsannleik: Samfélagslegar gaslýsingar og afbakaður raunveruleiki

Í heimi þar sem fyrirfinnast raunveruleg fyrirbæri sem ekki má ræða ríkir menning þöggunar. Í heimi þar sem forvitni er löstuð er um að ræða samfélag sem tapar þorsta sínum eftir þekkingu. Samfélagsgerðin stendur þá í stað þó hún noti ný hugtök og viðurkenni nýja valdastjórn. Þegnarnir nærast á kenningarkerfi sem jafnframt lokar á hugvitið. Innsæið dofnar og tilfinningagreindin dalar. Eftir stöndum við þekkingarlaus og merkingarlaus.
Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Toby Young í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni

Í kjölfarið á ráðstefnu Málfrelsis í janúar tók Þórarinn Hjartarson viðtal við Toby Young í podcastinu Ein pæling. Þeir ræða hér um ritskoðun og þöggun, útilokun, kórónuveirufaraldurinn og framtíðina. Viðtalið er nú komið á Youtube og má horfa á það hér. https://youtu.be/cg6mGGXnXCs
Hvenær má ljúga?

Hvenær má ljúga?

Getur lygarinn gert hreint fyrir sínum dyrum, játað lygarnar, og haldið áfram að styðja við fórnarlömb ofbeldis? Vitaskuld. Sé áhuginn á að veita slíkan stuðning áfram til staðar þá er það bara spurning um að biðjast afsökunar og gera það af auðmýkt en ekki með útúrsnúningum. Málfrelsi má líka nýta til þess.
Hvað sameinar?

Hvað sameinar?

Hvað sem þessu öllu líður vekur sú harða afstaða sem þarna birtist vissar áhyggjur af hugarástandi svarenda. Ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort þessi svör séu hugsanlega afleiðing einhliða framsetningar og skorts á gagnrýnni umræðu hérlendis. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að aðrar þjóðir, t.d. Svíar, virðast sýna meira umburðarlyndi.
Roald Dahl og afneitun veruleikans

Roald Dahl og afneitun veruleikans

Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum eða einkalegri upplifun einstaklinga.
Hvert beinist þín andúð?

Hvert beinist þín andúð?

Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar.
Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Að standa með eigin raunveruleika – frá fundi Málfrelsis

Ferðamálastofa hefur hafnað því að biðjast afsökunar, en hins vegar sýnt þá bíræfni að krefja Ivu sjálfa um afsökunarbeiðni vegna skoðana hennar! Iva sagðist aðeins hafa forherst við þessi viðbrögð. „Ég ætla að hegða mér illa“ sagði hún að lokum, „ég ætla að standa með mínum eigin skoðunum og ég ætla ekki að afneita eigin raunveruleika“.
Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.
„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

„Læknar þora ekki að tjá sig” – Viðtal við Aseem Malhotra

Um miðjan janúar, aðeins viku fyrir ráðstefnuna í Stokkhólmi, hafði Malhotra komið fram í sjónvarpsviðtali á fréttastöðinni BBC og bent á að nýleg gögn sýni að sprauturnar geti valdið alvarlegum aukaverkunum hjá að minnsta kosti einum af hverjum 800 einstaklingum. BBC var harðlega gagnrýnt í kjölfarið af öðrum meginstraumsfjölmiðlum fyrir að birta viðtalið. Malhotra bendir á þetta og segir að þöggun sé einmitt hluti af vandamálinu.
Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Ráðist hefur verið á Jordan Peterson á vettvangi Háskólans í Toronto, þar sem hann var prófessor, en nú nýlega hefur samband sálfræðinga í Ontario í Kanada (e. College of Psychologists of Ontario), sem er stjórnvald fyrir sálfræðinga, kveðið upp þann úrskurð að hann eigi að undirgangast endurmenntun í notkun samfélagsmiðla en ella missa starfsleyfi sitt sem klínískur sálfræðingur. Peterson talar um mikilvægi þess að standa á sínu – alræðishyggjan nærist meðal annars á undanlátssemi og meðvirkni. Hann mun ekki undirgangast endurmenntun.