Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors
Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.