Ritskoðun og þöggun – staðreyndaskoðun sem þöggunaraðferð

Ritskoðun og þöggun – staðreyndaskoðun sem þöggunaraðferð

Mjög lýsandi, en alls ekki einstakt, dæmi um eðli staðreyndadóma kom nýlega fram þegar staðreyndadómarar Facebook dæmdu sjálft British Medical Journal (BMJ), eitt elsta og virtasta vísindatímarit heims, sem dreifara falsfrétta á samfélagsmiðlum. Tilefnið var grein sem birtist þann 2. nóvember 2021 í undirflokknum BMJ Investigation, en sá dálkur er helgaður rannsóknarblaðagreinum. Greinin, sem var mjög vönduð og skjalfest eins og BMJ sæmir, fjallaði um upplýsingar sem tímaritinu bárust varðandi starfshætti Pfizers og undirverktaka þess.
Lettar loka sjálfstæðri sjónvarpsstöð sem flúið hafði Rússland

Lettar loka sjálfstæðri sjónvarpsstöð sem flúið hafði Rússland

Fréttamenn án landamæra (RSF) skoruðu í gær á fjölmiðlaeftirlit Lettlands að afturkalla ekki leyfi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar TV Dozhd (TV Rain) sem staðsett er í Lettlandi eftir að hún braut lettneska fjölmiðlalög. Miðilinn er einn af fáum óháðum rússneskum fréttamiðlum sem haldið hefur verið úti af rússneskum blaðamönnum og enn var starfandi en miðilinn hefði áður flúið frá Rússlandi. Fjölmiðlaeftirlit Lettlands ákvað hinsvegar í dag að ógilda útsendingarleyfi stöðvarinnar. 
Yfirtaka auðhringa á heilbrigðismálum

Yfirtaka auðhringa á heilbrigðismálum

Þann sjöunda desember í fyrra birtist nýjasta skýrsla World Inequality Lab, „The world Inequality Report 2022“. World Inequality Lab er stofnun innan hagfræðiháskólans í París sem helgar sig rannsóknum um alþjóðlegan ójöfnuð í tekjum og auði. Skýrslan er byggð á nýjustu niðurstöðum sem teknar eru saman af gagnagrunni þeirra, World Inequality Database. Niðurstöður hennar eru…
Hvað ef …?

Hvað ef …?

Þannig spyr Valur Gunnarsson rithöfundur og blaðamaður, landkönnuður liggur mér við að kalla hann í því hlutverki því að víða hefur hann farið á undanförnum árum, einkum í Austurvegi, fyrrum Sovétlýðveldunum, og kynnt sér aðstæður fólks þar um slóðir í nánast nýjum heimi eftir fall Sovétríkjanna. En hvað ef hvað? Spurninguna í heiti nýútkominnar bókar…
Twitter ritskoðaði notendur eftir pöntunum stjórnmálafólks

Twitter ritskoðaði notendur eftir pöntunum stjórnmálafólks

Blaðamaðurinn Matt Taibbi, sem lengi skrifaði fyrir Rolling Stones tímaritið, birti í gærkvöldi gögn sem sýna að starfsfólk Twitter vann náið með Bandarísku stjórnmálafólki úr báðum flokkum við að ritskoða efni á samfélagsmiðlinum. Gögnin sýna líka hvernig yfirmenn fyrirtækisins beittu fyrir sig röngum fullyrðingum til þess að  réttlæta allsherjar ritskoðun frétta sem byggðu á gögnum úr fartölvu…
Með eða á móti

Með eða á móti

Því fleiri sem byrja að sjá í gegnum áróður fjölmiðlanna því fyrr missa þeir vald sitt. Gott ráð er að skoða marga fjölmiðla, innlenda og erlenda. Ef fjölmargir vestrænir fjölmiðlar eru með sömu fyrirsögnina næstum orðrétt, er nokkuð víst að það sé áróður, þýddur beint frá hinum ensku fréttaveitum. Eins ef fréttin er beinlínis skrifuð til að vekja upp sterkar tilfinningar eins og ótta eða fordæmingu. 
Truflandi gagnrýni trufluð

Truflandi gagnrýni trufluð

Fyrir nokkrum dögum birtust frá Declassified UK og á Intercept leynilegar skýrslur frá árinu 2019 úr breska utanríkisráðuneytinu um hvernig bæri að taka á gagnrýni sem fram kom á þeim tíma á samstarf breskra stjórnvalda við bandarísk stjórnvöld um framsal á Julian Assange, stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna. Meintar njósnir Assange og Wikileaks fólust  sem kunnugt er í því að…
Fasisminn 100 ára – hvar er hann nú?

Fasisminn 100 ára – hvar er hann nú?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á…