Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Þjóð sem tekur ekki ábyrgð á sjálfri sér afsalar sér um leið eigin frelsi

Lýðveldisstjórnarformið krefst þess að við leyfum öðrum að hafa sínar skoðanir, umberum tjáningu þeirra og njótum samsvarandi umburðarlyndis annarra þegar við tjáum okkar sýn. Í þessu endurspeglast nauðsyn þess að við sýnum hvert öðru virðingu. Í þessu felst líka gagnkvæm viljayfirlýsing um að við viljum lifa í friði.
Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hvar eru útverðir mannréttindanna?

Hin frjálsa samfélagsgerð er í hættu. Í kófinu breyttist réttarríkið í sóttvarnaríki. Mannréttindi borgaranna urðu að sjónhverfingu en lögregluríkinu óx fiskur um hrygg. Lögreglan fékk of mikil völd, án þess að dómsvaldið eða löggjafarvaldið stigju niður fæti og settu nægilega skýr mörk.
Trúnaðarbresturinn teygir sig lengra

Trúnaðarbresturinn teygir sig lengra

Enn er DT að afhjúpa upplýsingar sem varpa ljósi á óheilindi þeirra sem stýrðu aðgerðum í ,,kófinu". Nýjasta hneykslismálið snýr að því hvernig vísindalegir ráðgjafar bresku ríkisstjórnarinnar leyndu upplýsingum um svonefnt Alfa-afbrigði. Í a.m.k. 3 mánuði dreifði afbrigðið sér meðal almennings. Sú mikla útbreiðsla var svo notuð til að renna stoðum undir að þetta afbrigði væri…
Hver verður lærdómurinn?

Hver verður lærdómurinn?

Þegar frá líður mun þetta tímabil vafalaust verða sérstakt rannsóknarefni í háskólum. Stjórnmálafræðingar munu ræða um hvernig stefnumörkunarvald var afhent sérfræðingum. Lögfræðingar munu leita skýringa á því hversu veikt réttarríkið var í raun þegar á reyndi. Fjölmiðlafræðingar munu vafalaust vilja ræða hvort / hversu mikið hið svonefnda fjórða vald var gert óvirkt með ríkisstyrkjum. Sagnfræðingar munu ræða hvort nýtt stjórnarfar hafi rutt sér til rúms í kófinu, þar sem virðing fyrir frelsi einstaklingsins var gengisfelld og þar sem lýðræðið vék fyrir valdboðsstjórn. 
Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Hafa falsguðirnir snúið aftur?

Félagar mínir sumir, sem aldrei hafa talað við mig um trúmál, hafa á síðustu vikum fært talið út á óvenjulegar brautir: Um Jóhannes, endatímana, Ragnarök o.fl. sem aldrei hefur áður komið til tals. Í afhelguðu samfélagi virðist mér sem einhvers konar trúarleg vakning sé mögulega að gerjast í hjörtum fólks. Frammi fyrir andstreymi, veikindum og dauða veitir efnis- og tómhyggja litla huggun.  
Hvað sameinar?

Hvað sameinar?

Hvað sem þessu öllu líður vekur sú harða afstaða sem þarna birtist vissar áhyggjur af hugarástandi svarenda. Ekki er óeðlilegt þótt spurt sé hvort þessi svör séu hugsanlega afleiðing einhliða framsetningar og skorts á gagnrýnni umræðu hérlendis. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að aðrar þjóðir, t.d. Svíar, virðast sýna meira umburðarlyndi.
RÚV notað í sókn og vörn

RÚV notað í sókn og vörn

Ef öryggisþráhyggja fær áfram að grassera í hræddri þjóðarsál er það ávísun á stjórnskipulegar ófarir, þar sem tækniveldi mun leysa lýðveldið af hólmi. Í stað pólitískrar rökræðu og stefnumótunar á þeim grunni munu sérfræðingar gefa út fyrirskipanir og annast eftirlit með þeim afleiðingum að borgaralegt frelsi eyðist smám saman.  
Réttarríkið riðar á fótunum

Réttarríkið riðar á fótunum

Hér er sönn saga. Ég kom einu sinni í niður­nítt hús, sem virt­ist hvorki halda vatni né vind­um. Inni mætti ég eig­and­an­um sem var upp­tek­inn við „end­ur­bæt­ur“ með lít­inn sparsl­spaða að vopni. Þetta rifjaðist upp þegar ég fékk senda aug­lýs­ingu um „Laga­dag­inn“ 23. sept­em­ber nk., „stærsta viðburð lög­fræðinga­sam­fé­lags­ins 2022“. Sam­kvæmt út­gef­inni dag­skrá stend­ur ekki til…
Hvaða starfi gegnir þú á þjóðarskútunni?

Hvaða starfi gegnir þú á þjóðarskútunni?

„Með vísan til þokukenndra hugtaka á borð við „falsfréttir“ geta stjórnvöld tekið sér leyfi til að banna hvers kyns umræðu á opinberum vettvangi.“ Á fyrri tíð mun sá ósiður hafa viðgengist að menn væru numdir á brott og færðir í skip án yfirlýsts vilja þeirra. Hver sem vaknar í skútu úti á rúmsjó hlýtur að…