Skoðanir eða þekking

Komið hef­ur fram hjá ákveðnum þing­mönn­um að völd þeirra fari þverr­andi. Það er ágeng spurn­ing og svör­in við henni eru mörg. Hér ræði ég bara um eitt þeirra og hugsa upp­hátt.

Þekk­ing­arþjóðfé­lagið

Enda þótt upp­lýs­ing­in og þekk­ing­in sé kannski besta gjöf mann­kyns­ins gæti hún verið að skipta um eðli. Minna má á að magn­breyt­ing­ar verða oft að eðlis­breyt­ing­um, eins og hef­ur sýnt sig hvað eft­ir annað í upp­lýs­inga­tækn­inni.

Á meðan ný þekk­ing og upp­lýs­ing hef­ur verið meg­in­stoð stjórn­mál­anna, kannski al­veg frá upp­hafi upp­lýs­inga­ald­ar, og lagt al­menn­ingi og stjórn­völd­um til ný og beitt rök, oft kölluð fag­leg rök, gæti hún nú gert aukn­ar kröf­ur um að taka við stjórn­inni.

Fyr­ir liggja rann­sókn­ir á flest­um sviðum: Í hvaða þjóðfé­lags­gerð þró­ast bestu mann­fé­lög­in og mesta hag­kvæmn­in, hvaða áhrif hef­ur spill­ing, á hvaða stjórn­sýslu­stigi eiga verk­efni að vera – og hvað á að vera í op­in­ber­um rekstri, hvað á að vera í einka­rekstri, t.d. vegna sveigj­an­leika, og hvað á að vera í blönduðum rekstri?

Hér erum við kom­in að vegg, staðreynd þekk­ing er ekki sjón­ar­mið eða stefna eins og stjórn­mála­skoðanir, held­ur er hún í eðli sínu alræðis­leg og hafn­ar mót­bár­um og mála­miðlun­um.

Ólík þekk­ing tekst á

Ólík­lega mun mann­kynið hætta að skipt­ast á skoðunum og nú sér í hvernig þetta gæti átt sér stað. Það er með breyti­leg­um sann­leika, breyti­legri staðreyndri þekk­ingu. Við höf­um séð rúss­nesku leyniþjón­ust­una og Wagner-hóp­inn leggja fram hliðarsann­leika – og kosta jafn­vel rekst­ur jaðar­rann­sókn­ar­stofa um all­an heim til að fram­leiða slík­ar niður­stöður. Við köll­um hliðarsann­leika fals­frétt­ir, þá sem aðhyll­ast hann af­neit­un­ar­sinna og mál­flutn­ing þeirra sam­særis­kenn­ing­ar og jafn­vel hat­ursorðræðu.

Hins veg­ar erum við líka með meg­in­straumssann­leika, sinn fyr­ir hverja þjóðfé­lags­gerð. Þannig fá Kín­verj­ar aðeins til­tekna staðreynda þekk­ingu, Vest­ur­landa­bú­ar sína, nema Banda­ríkja­menn sem hafa hana vænt­an­lega tví­skipta, Rúss­ar sína og Íran­ir sína. Enda þótt þess­ir þekk­ing­ar­heim­ar eigi mik­il­væg­ustu rann­sókn­ar­miður­stöður mann­kyns­ins sam­eig­in­leg­ar, þá leggja þeir all­ir áherslu á að byggja upp eig­in þekk­ing­ar­set­ur gervi­greind­ar, sem munu gefa al­menn­ingi að ein­hverju leyti ólík­ar niður­stöður í flest­um sam­fé­lags­leg­um efn­um.

Við höld­um því auðvitað fram að vest­ræn há­skóla- og rann­sókn­ar­stofuþekk­ing gefi okk­ur hin end­an­legu svör, en vit­um um leið að freistni­vandi felst í bar­áttu þekk­ing­ar­heimanna, t.d. þegar mikl­ir hags­mun­ir eru í húfi.

Síðan kunna ein­hverj­ir að leita sjón­ar­miða til hliðarsann­leik­ans ef hann hent­ar. Við erum þegar far­in að sjá þetta, t.d. rúss­neska áróðursþekk­ingu í ís­lensk­um miðlum varðandi lofts­lags­mál, en ekki síður varðandi þjóðern­is­hyggju, af­bök­un full­veld­is­hug­taks­ins og gegn NATO og ESB – til að spilla sam­vinnu vest­rænna ríkja.

Við gæt­um jafn­vel séð nýja skaut­un, t.d. milli menntaðra og ómenntaðra (einkum í strjál­býli), svipað og virðist til­fellið í BNA.

Ný þjóðfé­lags­gerð

Heyr­ir lýðræðið eins og við þekkj­um það þá ekki sög­unni til? Það má rök­styðja. Lýðræðið, þ.e. að al­menn­ing­ur geti myndað sér skoðun á hvaðeina og meg­inniðurstaða hans í kosn­ing­um skapi besta þjóðfé­lagið, bygg­ist á því að al­menn skyn­semi (e. comm­on sen­se) og póli­tísk stefnumið, séu grund­völl­ur lýðræðis­legra ákv­arðana. En hvort tveggja er að víkja fyr­ir þekk­ing­unni.

Ef við lát­um sér­tæka staðreynda þekk­ingu ráða við mót­un þjóðfé­lags­reglna þurf­um við ekki kosn­ing­ar og alþing­is­menn verða stimp­il­púðar.

Fyr­ir nokkr­um árum birtu fjöl­miðlar gjarn­an and­stæðar skoðanir, skoðanir sem byggðust á al­mennri skyn­semi, og stjórn­mála­flokk­arn­ir tryggðu jafn­vægi í um­fjöll­un­um RÚV, en nú hafa ís­lensk­ir og vest­ræn­ir fjöl­miðar skipað sér í fylk­ing­ar: Ann­ars veg­ar meg­in­straums­fjöl­miðla sem halda fram vest­rænni þekk­ingu – og fjöl­miðla af­neit­un­ar­sinna.

Meg­in­straums­fjöl­miðlarn­ir birta ekki leng­ur and­stæð sjón­ar­mið af því að þau eru að þeirra mati ósönn, jafn­vel hat­ur – og, eins og hér er sagt, sjón­ar­mið hafa verið leyst af hólmi með þekk­ingu. Sam­kvæmt siðfræðikenn­ing­um nú­tím­ans geng­ur eng­inn heiðarleg­ur maður veg lyg­inn­ar!

Við ber­umst með straumn­um til nýrr­ar þjóðfé­lags­gerðar að kín­verskri fyr­ir­mynd, all­ir verða að ganga í takt sem hjá okk­ur er sleg­inn af vest­rænni þekk­ingu og sum­um þeim gild­um sem okk­ar þjóðfé­lags­gerð bygg­ist á – nema kannski gagn­rýn­inni hugs­un og víðsýni.

Að lok­um

Við þess­ar aðstæður horfa þing­menn hissa á þró­un­ina, en segja: Við af­hend­um þekk­ing­arþjóðfé­lag­inu völd­in mótþróa­laust, gerðum það t.d. í kóvíd, enda þótt okk­ar störf breyt­ist við það í leik­sýn­ingu.

Sá sem þetta skrif­ar trú­ir á vís­ind­in, þekk­ing­una, jöfnuð og lýðræði og get­ur ekki annað en vísað á staðreynda vest­ræna þekk­ingu sem grund­völl ákv­arðana. En við erum á óþekktri leið, jafn­vel þekk­ing­in sér ekki langt inn í framtíðina, og ég horfi með ugg á þróun fjöl­miðlanna, skil­mála þekk­ing­ar­inn­ar og ein­sýna gervi­greind­ina. Er alræði þekk­ing­ar­inn­ar að taka við? Hvert sem svarið við því er verðum við að ganga henni á hönd, vilj­ug, óvilj­ug.

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu 17. ágúst 2023.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *