Voðaverk Hamas í Ísrael gætu valdið viðhorfsbreytingu

Áratugum saman hafa um 70% bandarískra gyðinga kosið demókrata; stutt fjölmenningu, opin landamæri og stuðning við minnihlutahópa, þar með talinn Regnbogahópinn, og alla þá er teljast kúgaðir og undirokaðir með réttu eða röngu en nú virðist komið bakslag.                           

Kissinger skiptir um skoðun

Í viðtali við Politico sagði Henry Kissinger að of margir útlendingar frá framandi menningarheimum sem aðhylltust framandi trúarbrögð hefðu fengið að flytja til Evrópu. Það hefði verið sér erfitt að horfa upp á fagnaðarlæti stuðningsmanna Hamas í Þýskalandi vegna morða og gíslatöku almennra borgara í Ísrael. Hann varaði við að gíslatökur íslamista gætu hæglega gerst líka í Evrópu, slíkt hefði gerst áður á sögulegum tíma. Hann sagðist hafa verið því fylgjandi að múslimskir flóttamenn fengju að koma til BNA til að sýna fram á að Vesturlönd ættu ekki í stríði við múslima.

Nytsamir hálfvitar í Svíþjóð

Menn fögnuðu einnig í Svíþjóð. Kent Ekeroth (Svíþjóðardemókrötunum) segist lengi hafa reynt að vara aðra gyðinga í Svíþjóð við að innflutningur fólks frá Miðausturlöndum og Afríku myndi enda með skelfingu. Hann segir í grein í Samnytt að hann hafi komist að þeirri niðurstöðu við 10 ára aldur. Hann birtir texta sem hann segir að Judisk Krönika hafi hafnað að birta 2007 en eigi enn vel við. Tímaritið birti þó 2010 viðtal við hann undir yfirskriftinni: „Judarna är nyttiga idioter för muslimerna“. 

Hann segir að ekki hafi allir sænskir gyðingar sömu viðhorf en margir þeirra hafi valið að samsama sig með öðrum minnihlutahópum, oft ólíkum þeim, sem sumir hverjir hati gyðinga. Óbeit sænskra gyðinga á Svíþjóðardemókrötum byggist á ótta við að barátta þeirra gegn íslamismanum geti snúist að þeim sjálfum og þeir hafni þjóðernishyggju sakir slæmrar reynslu af henni, þótt fæstir þeirra hafni síonismanum, þ.e. rétti gyðinga til eigin ríkis. Hann segir sænskum gyðingum sem sagt að hætta að væla og horfa í eigin barm.

https://samnytt.se/ekeroth-judiska-samfundet-lyssnade-inte-pa-varningarna

Elítuskólarnir í BNA eru harðlega gagnrýndir

Í hinum woke elítuháskólum BNA hefur stuðningur við Palestínumenn verið normið og sjónarmið Ísraelsmanna ekki fengið að komast að, enda séðir sem hvítir, kapítalískir og rasískir nýlendukúgarar. Eftir voðaverk Hamas hafa menn í stjórnum skólanna og fjárhagslegir stuðningsmenn (ekki eingöngu gyðingar) þvingað yfirstjórnir skólanna til að fordæma Hamas.  Einn af stærstu styrktaraðilum Penn háskólans (sem er svo woke að hann leyfir karlmanninum Liu Thomas að keppa í sundi sem kona), Jon Huntsman Jr., hótaði því að öll sín fjölskylda myndi hætta að styrkja skólann ef ekkert heyrðist frá þeim um Hamas.

Mesta havaríið hefur þó verið í Harvard. Þar sendu 30 mismunandi samtök stúdenta frá sér bréf þar sem þau lýstu því yfir að Ísraelsstjórn bæri alla ábyrgð á voðaverkum Hamas. Í framhaldinu sagði Ísraelsmaðurinn Idan Ofer, sem er 80. ríkasti maður heims, sig úr stjórn skólans ásamt konu sinni vegna þess að rektor skólans sýndi engan lit á að fordæma ummæli nemendanna og Kenneth Griffin hjá Citadel sem hefur styrkt Harvard um meira en hálfan milljarð dollara, 300 milljónir USD á þessu ári, krafðist þess að skólinn tæki afstöðu til voðaverkanna.

Milljarðamæringurinn og forstjóri vogunarsjóðs Bill Ackman gekk þó lengst allra. Hann safnaði um sig hópi viðskiptajöfra sem sóru þess dýran eið að ráða engan þeirra í framtíðinni er skrifað hefði undir bréfið og stóð einnig fyrir því að vagn sem sýndi andlitsmyndir og nöfn þeirra er skrifuðu undir keyrði um háskólasvæðið og var þeim gögnum einnig dreift á Netinu. Fannst sumum þetta framtak bera keim af McCarthy ofsóknunum og aðrir töldu líklegt að margir nemendanna hefðu skrifað undir í hugsunarleysi.

https://edition.cnn.com/2023/10/12/business/harvard-doxxing-truck-israel-hamas-statement/index.html

Það eru ekki bara gyðingar sem styðja aðra minnihlutahópa sem hata þá. Á mótmælaspjöldum gegn Ísraelsstjórn má oft sjá spjöld sem á stendur „Gays for Palestine“ eða „Queers for Palestine“. Kanski vita menn ekki að slíkt fólk er ofsótt í Palestínu og fleiri sækja um hæli í Ísrael en fá. Í október í fyrra sagði AP frá því að lík Ahmad Abu Murkhiyeh, 25 ára homma, hafi fundist í Hebron á Vesturbakkanum og hafði höfuðið verið skilið frá bolnum. Hann hafði fengið tímabundið landvistarleyfi í Ísrael en var að reyna að komast til Kanada.

Eftir Ingibjörgu Gísladóttur.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *