Þöggunin í Ísrael

Í vikunni tóku ísraelsk stjórnvöld þá ákvörðun að útiloka stuðning við og beita refsiaðgerðum gegn elsta og stærsta dagblaði Ísraels; The Haaretz, vegna fréttaflutnings og skoðanagreina sem hafa birst í blaðinu í tengslum við tortímingarherferð og ólöglegt hernám Ísraelshers gagnvart Palestínumönnum. Forsætisráherra Ísraela; Benjamin Netanyahu, áður þekktur sem Benzion Mileikowsky, lagði blessun sína yfir frumvarpið í einshverskonar flýtimeðferð.

Ákvörðunin var tekin þvert gegn hefðbundnum verkferlum og lagaumhverfi stjórnvalda sem snýr að málfrelsi og fjölmiðlafrelsi í lýðræðisríkjum og hefur þær afleiðingar að The Haaretz mun ekki fá fjárframlög eða annan stuðning frá yfirvöldum eins og aðrir fréttafjölmiðlar í landinu. Þrátt fyrir að blaðið Haaretz er virtasta, elsta og stærsta dagblaðið í Ísrael og hefur sinnt víðtækri umfjöllun um framvindu átakana á Gaza, Vesturbakkanum og í Líbanon. 

Ritstjóri Haaretz, Aluf Benn, skrifar í opnum leiðara að atlaga Netanyahu gegn blaðinu eigi sér langan aðdraganda og að starfsframi forsætisráðherrans sé alfarið byggður á lygaáróðri í fjölmiðlum, sem Haaretz hafi ekki tekið þátt í að viðhalda og verið í raun eina dagblaðið sem hefur haft það á stefnuskrá sinni að flytja óháðar fréttir úr Ísrael.

„Having built his career on media manipulation, Netanyahu can’t stand independent, critical voices. In the previous decade, his abuse of state power to twist media coverage, exposed by Haaretz in 2015, led Netanyahu to the dock in a still-pending criminal corruption trial„ skrifar Aluf Benn.

Því er stundum haldið á lofti að Ísrael sé eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi slagorð hafa ómað á samfélagsmiðlum jafnt og þétt í hrópandi þversögn við hægfara þjóðarmorð á Palestínskum frumbyggjum og þrátt fyrir þá aðskilnaðarstefnu sem ísraelsk yfirvöld halda uppi, i.e. „apartheit“, sem fer þvert gegn alþjóðlega viðurkenndum mannréttindarsáttmálum sem skilgreina fyrirbærið „lýðræði“ út frá lagalegum ákvæðum.

Í hverju felst þetta meinta lýðræði Ísraelsmanna? Er það kosningarréttur? Netanyahu hefur verið forsætisráðherra Ísraelsmanna í samtals 17 ár. Seta hans á valdastólnum minnir þó frekar á störf einræðisherra en lýðræðiskjörinn þjóðarleiðtoga, kannski sérstaklega þegar hann vitnar í forneskjuleg trúarrit til að réttlæta tortíminguna á Palestínumönnum. Jaðrar það reyndar við dýnamíkina sem sést í sérstrúarsöfnuðum. Netanyahu er í dag dæmdur stríðsglæpamaður með handtökuskipun yfir höfði sér samkvæmt æðsta dómstól alþjóðaglæpa, ICC.

Netanyahu er síónisti og samkvæmt trú síónista vilja þeir meina að þeir eigi tilkall til landsvæða í Egyptalandi, Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon, sem þeir kalla „The Greater Israel“. Hugmyndin um hið stærra Ísraelsríki á rætur að rekja 3000 ár aftur í tímann þegar konungsríkið Ísrael var stofnað en það ríkti þó aðeins í um 100 ár áður en það féll, samkvæmt trúarritunum. Saga mannkyns á átakasvæðunum nær þó tugþúsundir ára aftur í tímann og elstu þekktu trúarbrögðin á svæðinu; Zoroastrianismi, eru mun eldri en Gyðingdómurinn, Kristni og Íslam, enda undanfari og rót þeirra allra. Síónistarnir ættu því ekki að vera heilagri en aðrar sálir á svæðinu. 

Netanyahu varð harðlega gagnrýndur þegar hann birti kort af hluta af þessu „stærra Ísraelsríki“ á fundi Sameinuðu Þjóðanna, aðeins mánuði fyrir árás Hamasliða þann 7. október 2023. https://www.jpost.com/israel-news/politics-and-diplomacy/article-760189 Athygli vakti þá að kortið útilokaði landsvæði Palestínumanna alfarið. Þetta vakti upp reiði margra Palestínumanna sem hafa barist fyrir tilverurétt sínum og gegn ólöglegu hernámi Ísraelsmanna í yfir 70 ár.

Margir yfirlýstir síónistar telja sig auk þess yfir annað fólk hafið þegar þeir vilja meina að almættið hafi valið þá sérstaklega umfram aðra til að eiga tilverurétt á jörðinni, sbr. „Gods chosen people“ eða „hið útvalda fólk Guðs“. Netanyahu vitnaði til dæmis í „Amalek“ úr gamla testamentinu til að réttlæta fjöldamorð á óbreyttum borgurum, konum og börnum í upphafi þjóðarmorðsins á Gaza í fyrra.

Ákvörðun Netanyahu og ráðamanna hans um að beita viðurlögum gegn dagblaðinu Haaretz var tekin fljótlega í kjölfarið á nýlegum uppþotum í Amsterdam þar sem Haaretz birti skoðanapistla sem greindu réttilega frá atburðarrásinni.

Athygli var vakin á því að fréttastöðin Sky News hafði greint réttilega frá uppþotunum, þar sem ísraelskir stuðningsmenn höfðu gengið um með slagorð um að drepa ætti araba og að ástæðan fyrir að skólahald sé ekki lengur á Gaza sé vegna þess að þar séu ekki lengur nein börn. Fréttin var síðar uppfærð með allt öðrum áherslum. Margir hafa bent á ósamræmið í fréttaflutningnum sem er í hrópandi þversögn við upptökur og vitnisburði frá fólki á staðnum. Fjölmiðlar gengu svo langt að þeir notuðu myndbandsupptökur vitna á staðnum með villandi fréttaflutningi þrátt fyrir leiðréttingar heimildarmanna sem voru á staðnum.

Þegar staðreyndirnar eru teknar saman er tilraunaríkið Ísrael skólabókadæmi um fasisma, blekkingar, ofstjórn, leynihernað, mannréttindabrot, spillingu og einokun. Allt í hrópandi þversögn við öll vestræn gildi sem eru hornsteinar lýðræðisríkja. 

Netanyahu hefur stöðu grunaðs manns um stríðsglæpi og á yfir hendi sér handtökuskipan á alþjóðavísu. Stjórnvöld hans stunda aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorð með tilvísanir í trúarofstæki og dramb. Eins og sannur leiðtogi í sértrúarsöfnuði hefur honum tekist að kaupa til sín völd og heilaþvo fólkið í kringum sig með lygaáróðri. Nú er svo komið að hann þaggar gagnrýnisraddir gagnvart sjálfum sér, eins og sannur einræðisherra.

Frjáls fjölmiðlun og lögmætur, réttmætur fréttaflutningur er einn mikilvægasti hornsteinninn í öllum lýðræðissamfélögum.

https://www.haaretz.com/israel-news/2024-11-24/ty-article/.premium/israeli-govt-to-cut-ties-with-haaretz-over-publishers-remarks-on-freedom-fighters/00000193-5e5c-d68e-a1db-fe5c54cf0000

https://edition.cnn.com/2024/11/25/middleeast/israel-sanctions-haaretz-over-comments-intl-hnk/index.html

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *