Þegar málstaðurinn er slæmur þá forðast þú rökræður.

Veirutímar voru furðulegir tímar hjá lýðræðislegum samfélögum sem halda á lofti fána frelsis til að eiga, tjá sig og mega. Takmarkanir verði ekki settar nema í nafni almannahagsmuna, sem má svo skilgreina á ýmsa vegu, enda er vandasamt að ganga hið þrönga einstigi á milli frelsis og öryggis.

Ýmsir aðilar voru teknir alvarlega á þessum tímum og orð þeirra jafnvel talin ígildi vísinda og sannleika. Þeir sem gagnrýndu voru stimplaðir samsæriskenningasmiðir og fengu litla áheyrn í fjölmiðlum, ekki teknir alvarlega og jafnvel meinað að birta skoðanagreinar, sem má telja til undantekningar frá íslenskri umræðuhefð.

Í Bandaríkjunum starfar hlaðvarpsstjórnandinn Joe Rogan. Varla þarf að kynna hann. Hann tók viðtal um daginn sem fékk viðbrögð, enda snerti það á umdeildum umræðuefnum. Viðtalið var við Robert F. Kennedy Jr., sem hefur meira en flestir barist gegn áróðri og vörusvikum stóru lyfjafyrirtækjanna og leppa þeirra hjá svokölluðum lyfjaeftirlitum og verið kallaður ýmsum nöfnum fyrir vikið. 

Þetta viðtal fékk viðbrögð.

Á samfélagsmiðlum taldi maður að nafni Dr. Peter Hotez, bólusetningarhönnuður, vísindamaður og lygari, það við hæfi, í kjölfar viðtalsins, að kalla Joe Rogen nýfasista og alla þá sem taka undir með hans annars opinskáu umræðu um kosti og galla hins og þessa. Dr. Hotez hefur verið ein stærsta klappstýra þess að sprauta sem flesta undanfarin misseri eftir að hafa á árum áður, áður en peningastraumurinn frá lyfjafyrirtækjunum fór að fóðra hann, varað við tilraunakenndum sprautum. Lélegir blaðamenn elska hann ennþá, svo því sé haldið til haga.

Hotez vill ekki rökræða – 3 miljónir dollara í vaskinn.

Joe Rogan lét þetta ekki framhjá sér fara og bauð Dr. Peter Hotez að mæta málefnalegum andstæðingi sínum í umræðu á hlaðvarpi sínu, án tímamarka. Í staðinn myndi Rogan gefa hjálparstarfi, að eigin vali Hotez, 100 þúsund dollara, sem aðrir fylgjendur bættu við svo upphæðin endaði í nálægt 3 milljónum dollara. Dr. Peter Hotez hafnaði ítrekað þessu tilboði. Sagðist hann aðeins vera tilbúinn að mæta einn í viðtal. Þessi saga er rækilega skjalfest af ýmsum aðilum og þarf ekki að efast um.

Gott og vel. Þeir sem hafa slæman málstað að verja vilja vitaskuld ekki verja hann. En spurningin er: Hvar standa okkar eigin yfirvöld? Þau virðast ekki vera í betri stöðu. Þau svara í engu spurningum um umframdauðsföll, sem eru skuggalega há og virðast fylgja í kjölfarið á herferðum fyrir sprautu vegna veiru. Þau stjaka frá sér fyrirspurnum um þjáningar kvenna sem eiga við erfið vandræði að etja vegna tíðablæðinga í kjölfar sprautu. Þau haga sér eins og Dr. Peter Hotez, og það kemur kannski ekki á óvart. Sölumenn takmarkana og sprautu sjá málstað sinn vera að fjara út, og vilja mögulega að hvatningarorð þeirra fjari út í leiðinni.

Það er undir okkur komið að halda á lofti veirutímum á Íslandi og minna á það hversu veikur grundvöllur var fyrir því að taka samfélagið í sambandi í nafni þeirra. Til þess þarf þolinmæði og þrautseigju, en fyrir þá sem óttast aðra slíka tíma, jafnvel í nálægri framtíð, þá er það ekkert vandamál.

4 Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *