Posted inEfnahagsmál Kórónuveirufaraldurinn Lýðheilsa
Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða
Sóttvarnaraðgerðir á heimsvísu vegna covid-19 hafa skapað gjörsamlega viðurstyggilegt ástand hvað eigna- og tekjumisrétti varðar. Á einungis tveimur árum hefur eftirfarandi gerst:
Auður 10 ríkustu einstaklinga heims hefur tvöfaldast. Á tímum covid-19 græddu hinir 2755 milljarðamæringar heimsins meira en þeir höfðu gert á síðustu fjórtán árum á undan. Ríkasta 1 prósentið í heiminum á nú tuttugu sinnum meira en fátækustu 50% jarðarbúa. 252 einstaklingar eiga meiri auð en allur milljarður kvenna í Afríku og Suður Ameríku samanlagt.