Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða

Misskipting drepur: Niðurstaða sóttvarnaraðgerða

Sóttvarnaraðgerðir á heimsvísu vegna covid-19 hafa skapað gjörsamlega viðurstyggilegt ástand hvað eigna- og tekjumisrétti varðar. Á einungis tveimur árum hefur eftirfarandi gerst:  Auður 10 ríkustu einstaklinga heims hefur tvöfaldast. Á tímum covid-19 græddu hinir 2755 milljarðamæringar heimsins meira en þeir höfðu gert á síðustu fjórtán árum á undan. Ríkasta 1 prósentið í heiminum á nú tuttugu sinnum meira en fátækustu 50% jarðarbúa. 252 einstaklingar eiga meiri auð en allur milljarður kvenna í Afríku og Suður Ameríku samanlagt.
Ritskoðun og þöggun – staðreyndaskoðun sem þöggunaraðferð

Ritskoðun og þöggun – staðreyndaskoðun sem þöggunaraðferð

Mjög lýsandi, en alls ekki einstakt, dæmi um eðli staðreyndadóma kom nýlega fram þegar staðreyndadómarar Facebook dæmdu sjálft British Medical Journal (BMJ), eitt elsta og virtasta vísindatímarit heims, sem dreifara falsfrétta á samfélagsmiðlum. Tilefnið var grein sem birtist þann 2. nóvember 2021 í undirflokknum BMJ Investigation, en sá dálkur er helgaður rannsóknarblaðagreinum. Greinin, sem var mjög vönduð og skjalfest eins og BMJ sæmir, fjallaði um upplýsingar sem tímaritinu bárust varðandi starfshætti Pfizers og undirverktaka þess.
Yfirtaka auðhringa á heilbrigðismálum

Yfirtaka auðhringa á heilbrigðismálum

Þann sjöunda desember í fyrra birtist nýjasta skýrsla World Inequality Lab, „The world Inequality Report 2022“. World Inequality Lab er stofnun innan hagfræðiháskólans í París sem helgar sig rannsóknum um alþjóðlegan ójöfnuð í tekjum og auði. Skýrslan er byggð á nýjustu niðurstöðum sem teknar eru saman af gagnagrunni þeirra, World Inequality Database. Niðurstöður hennar eru…
Útilokun á aðventu

Útilokun á aðventu

Hugmyndir um að merkja fólk og mismuna eftir því hvort eða hversu marga skammta bóluefnis við kórónaveirunni það hefur fengið eru varhugaverðar. Við þessu er réttilega varað í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sunnudaginn 12. desember og vísað til sögunnar. Því miður virðast alltof fáir gera sér grein fyrir að öll slík mismunun, sama hversu sakleysislega hún lítur…
Hvaða vanda leysa bóluefnapassar?

Hvaða vanda leysa bóluefnapassar?

Eftir tæplega tvö ár af takmörkunum og frelsisskerðingu eru margir farnir að sýna merki langþreytu. Fólk venst aðgerðunum og fær æ róttækari hugmyndir um hvernig megi hefta útbreiðslu veirunnar og draga úr álagi af heilbrigðiskerfinu, í von um að endurheimta eðlilegt líf – fyrir sig sjálft. Nýlega hafa heyrst raddir um að hérlendis verði tekin…