Roald Dahl og afneitun veruleikans

Roald Dahl og afneitun veruleikans

Útvötnunin á texta Roald Dahl er enn eitt ummerkið um þá afneitun raunveruleikans sem fer nú mjög í vöxt. Þessi afneitun birtist víða, í bókmenntum, sögu, stjórnmálum, hagfræði, jafnvel í raunvísindum á borð við líffræði og læknisfræði. Hlutlægur veruleiki víkur fyrir einkaskoðunum eða einkalegri upplifun einstaklinga.
Áströlsk yfirvöld leyndu upplýsingum, hvað um íslensk?

Áströlsk yfirvöld leyndu upplýsingum, hvað um íslensk?

Komið er í ljós að áströlsk yfirvöld leyndu vísvitandi andlátum vegna kóvítbóluefna. Um er að ræða andlát þar sem búið var að staðfesta að dánarorsökin væri bóluefnið. Flest voru þessi andlát meðal barna. Yfirvöld halda því fram að þetta hafi verið gert til að draga ekki úr tiltrú á bóluefnið!  Á sama tíma hafa fjölmiðlar og samfélagsmiðlar markvisst hindrað að upplýsingar um andlát og annan skaða af þessum efnum kæmu fram á sjónarsviðið, ritskoðað, þaggað niður í og bannað þá sem vakið hafa athygli á vandanum.
Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Háskólinn í Ghent bannar bók eigin prófessors

Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.
Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

Loks ein heiðarleg rödd í hafsjó blekkinga

En í þessu hafi ritskoðunar, lyga og blekkinga vekur heiðarleg rödd Kevins Bass von. Einmana rödd enn sem komið er að vísu, en margir fleiri innan vísindasamfélagsins hljóta að hugsa á sömu nótum. Þeir þora kannski ekki að tjá sig ennþá. En á einhverjum tímapunkti verða þeir að gera það. Þeir verða að tjá sig og þeir verða að horfast í augu við ábyrgð sína.
Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Bókabrennur, hatursglæpir og tjáningarfrelsi

Var það rétt af sænskum yfirvöldum að láta lögreglu standa vörð um Paludan þegar hann brenndi Kóraninn? Var það rangt af þeim að leyfa honum yfirleitt að brenna Kóraninn fyrir utan sendiráð Tyrkja? Hvar liggja mörk tjáningarfrelsisins? Áhugavert væri að fá fram viðhorf lesenda til þessara spurninga og annarra sem kunna að vakna við lesturinn, í þágu upplýstrar umræðu.
Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Um aðgerðaáætlun forsætisráðherra gegn hatursorðræðu

Leggja ber áherslu á að íbúar landsins njóti frelsis til að fá að nálgast mál frá mismunandi sjónarhólum, án þöggunar, án ritskoðunar. Verði sá rammi ekki varinn mun hann þrengjast. Sú þróun mun valda þrengingum á öllum sviðum mannlífsins. Lýðræðið deyr í þögn. Einræði fæðist í þögn.
Toby Young á fundi Málfrelsis

Toby Young á fundi Málfrelsis

Vandinn við rökfærslu Pascals er í rauninn sá að ekkert liggur fyrir um líkurnar á tilvist guðs og réttmæti kenninga biblíunnar. Og með svipuðum hætti er vandinn við ofsafengin viðbrögð við farsótt, ýktar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og taugaveiklun gagnvart "rangupplýsingum" sá að tengslin milli líkinda og alvarleika glatast. Mjög afdrifaríkur atburður, sem nánast engar líkur eru á að eiga sér stað, og er jafnvel bara hreinn hugarburður, virðist stundum réttlæta, í huga fólks, gríðarlega skaðlegar aðgerðir til að reyna að stemma stigu við atburðinum.
Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Tjáningarfrelsið og áskoranirnar – að lokinni ráðstefnu Málfrelsis

Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur.
Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Fundur 7. janúar: “Í þágu upplýstrar umræðu”

Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi efna til málfundar um tjáningarfrelsið og hindranir í vegi þess. Frummælendur verða Toby Young formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks. Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 7. janúar og hefst kl. 14.