Vandinn við rökfærslu Pascals er í rauninn sá að ekkert liggur fyrir um líkurnar á tilvist guðs og réttmæti kenninga biblíunnar. Og með svipuðum hætti er vandinn við ofsafengin viðbrögð við farsótt, ýktar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og taugaveiklun gagnvart "rangupplýsingum" sá að tengslin milli líkinda og alvarleika glatast. Mjög afdrifaríkur atburður, sem nánast engar líkur eru á að eiga sér stað, og er jafnvel bara hreinn hugarburður, virðist stundum réttlæta, í huga fólks, gríðarlega skaðlegar aðgerðir til að reyna að stemma stigu við atburðinum.