Málþing tengt Covid-19 uppgjöri á Grand Hotel Reykjavik í október

Lands­mönn­um gefst í næsta mánuði kost­ur á að heyra radd­ir fjög­urra er­lendra sér­fræðinga sem eiga það sam­eig­in­legt að hafa verið rit­skoðaðir á tím­um covid í nafni „ör­uggra upp­lýs­inga“, og eru það enn.

Fyrst má þar nefna sviss­neska lög­mann­inn Phillip Kru­se.

Kru­se sér­hæf­ir sig í skatta- og stjórn­skip­un­ar­rétti, en frá ár­inu 2020 hef­ur hann höfðað alls 22 mál tengd covid-19-þving­un­um stjórn­valda, þar sem reynt hef­ur á sönn­un­ar­byrði og stjórn­ar­skrár­var­inn rétt. Í einu mál­anna úr­sk­urðaði Hæstirétt­ur Sviss að já­kvæð niðurstaða PCR-prófs gæti ekki þjónað sem sönn­un um sjúk­dóm. Kru­se er einnig lögmaður hóps sviss­neskra flug­manna gegn bólu­efna­skyldu vinnu­veit­anda þeirra og er leiðandi rödd borg­ara­legra rétt­inda. Hann er meðstofn­andi og ann­ar formanna sviss­neska lög­manna­fé­lags­ins sem veit­ir sviss­neska þing­inu og stjórn­völd­um laga­leg­ar grein­ing­ar er tengj­ast viðvar­andi brot­um þeirra á stjórn­ar­skránni. Í nóv­em­ber 2022 birti teymi Kru­se eina um­fangs­mestu ákæru sem lögð hef­ur verið fram gegn sviss­nesk­um stofn­un­um; Sviss­nesku lyfja­stofn­un­inni o.fl. fyr­ir að heim­ila á ólög­mæt­an hátt mRNA-byggð covid-19-„bólu­efni“.

Kru­se mun m.a. fjalla um hætt­una sem aðild­ar­ríkj­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) staf­ar af breytt­um far­ald­urs­sátt­mála (e. pand­emic treaty) þar sem rík­in munu sam­kvæmt breyt­ing­un­um í raun fram­selja vald sitt í heil­brigðismál­um til WHO. Verði nýi sátt­mál­inn samþykkt­ur þýðir það m.a. að ráðlegg­ing­ar þess­ar­ar alþjóðastofn­un­ar verði ekki leng­ur aðeins ráðgef­andi, held­ur bind­andi. Um þetta mik­il­væga mál hef­ur nán­ast eng­in umræða átt sér stað hér á landi og því kjörið fyr­ir áhuga­sama að hlusta á er­indi Kru­se.

Dr. Vi­beke Manniche (MD, PhD), einn af þekkt­ustu lækn­um Dan­merk­ur og höf­und­ur 35 bóka, aðallega um börn, er einn af fyr­ir­les­ur­um á málþing­inu. Sem lækn­ir í 34 ár hef­ur far­alds­fræði verið of­ar­lega á baugi hjá henni, bæði varðandi sjald­gæfa sjúk­dóma og lýðheilsu. Hvað varðar kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn var hún eini danski lækn­ir­inn sem í upp­hafi talaði op­in­ber­lega gegn lok­un­um og skort á meðal­hófi. Töl­fræðin og vís­ind­in studdu ekki lok­an­ir, en hræðslu­áróður gerði það. Manniche er einn af höf­und­um vís­inda­grein­ar­inn­ar „Batch-depend­ent sa­fety of the BNT162b2 mRNA COVID-19 vacc­ine“ sem kom út í vor og hef­ur vakið mikla at­hygli. Rann­sókn­in sýndi í stuttu máli að um 5% fram­leiðslu­lota covid-sprautu­efn­anna væru á bak við meiri­hluta til­kynntra al­var­legra auka­verk­ana og dauðsföll í kjöl­far spraut­ana. Í þessu sam­bandi má geta þess að sam­kvæmt svör­um Lyfja­stofn­un­ar Íslands hafa tengsl milli til­kynntra auka­verk­ana og lot­u­núm­era ekki verið skoðuð sér­stak­lega. Til að mynda kom í frétt­um RÚV 15. ág­úst 2021 að 19 ára göm­ul stúlka hefði lam­ast neðan mitt­is dag­inn eft­ir að hafa fengið svo­kallaða örvun­arsprautu frá Moderna. Var fram­leiðslu­lot­an skoðuð eða tek­in úr um­ferð? Nei, ekki sam­kvæmt svör­um Lyfja­stofn­un­ar­inn­ar, hvers starfs­menn sögðu að fæst­ir létu lot­u­núm­er­in fylgja með þegar auka­verk­un væri til­kynnt til stofn­un­ar­inn­ar. Þetta hlýt­ur að þarfn­ast skoðunar. Teg­und og lot­u­núm­er eru skráð á ra­f­ræn skír­teini allra þeirra sem fengu covid-spraut­ur, og hafa heil­brigðis­yf­ir­völd því upp­lýs­ing­ar um öll lot­u­núm­er og hver fékk hvað. Hvers vegna var ekki brugðist við? Lyfja­stofn­un heyr­ir und­ir heil­brigðisráðuneytið og gegn­ir því laga­lega hlut­verki að tryggja ör­yggi lands­manna í lyfja­mál­um.

Al­ex­andra Latypova (Sasha) er fædd og upp­al­in í Úkraínu en flutt­ist til Banda­ríkj­anna á full­orðins­ár­um. Hún er fyrr­ver­andi stjórn­andi rann­sókna- og þró­un­ar­fyr­ir­tækja í lyfjaiðnaðinum. Sasha hef­ur átt og stjórnað nokkr­um rann­sókna­fyr­ir­tækj­um og hef­ur fram­kvæmt klín­ísk­ar rann­sókn­ir fyr­ir um 60 lyfja­fyr­ir­tæki um all­an heim. Hún varð áhyggju­full vegna óregl­unn­ar, yf­ir­hylm­ing­ar­inn­ar og aug­ljósra svika í tengsl­um við afar háan fjölda dauðsfalla og örkuml­un­ar sem í ljós kom skömmu eft­ir að covid-sprautu­her­ferðin hófst. Síðan þá hef­ur hún rann­sakað mál­in ofan í kjöl­inn og verið virk í að koma sín­um niður­stöðum á fram­færi. Sasha hef­ur skorað á rík­is­stjórn Íslands, for­stjóra Lyfja­stofn­un­ar­inn­ar, land­lækni, sótt­varna­lækni og aðra aðila inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins að mæta á fund­inn.

Kat­her­ine Watt er frá Banda­ríkj­un­um og er lög­lærður rann­sókn­ar­blaðamaður. Hún hef­ur starfað við lög­fræðirann­sókn­ir og skrif fyr­ir lög­fræðistof­ur á sviði stjórn­skip­un­ar, borg­ara­rétt­inda og um­hverf­is­rétt­ar. Síðustu ár hef­ur hún skrifað tals­vert um spill­ingu fyr­ir­tækja og stjórn­valda og ekki síst um mál­efni mat­væla-, vatns- og orku­ör­ygg­is. Frá ár­inu 2020 hef­ur hún rann­sakað breyt­ing­ar á banda­rísk­um lög­um sem koma í veg fyr­ir sak­sókn vegna lífeðlis­fræðilegra glæpa á tím­um Covid.

Málþingið með þess­um fjór­um er­lendu gest­um hefst kl. 18.30 á Grand hót­eli 4. októ­ber nk. og má finna viðburðinn á Face­book und­ir nafn­inu: Málþing 4. októ­ber. Skipu­leggj­end­ur eru sam­tök­in Frelsi og ábyrgð.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. september 2023.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *