Opinber umræða getur verið herská og sérstaklega þegar hún fer fram á samfélagsmiðlum. Stór orð eru höfð uppi um þá sem aðhyllast ýmsar skoðanir, og eru dæmin hér endalaus. Venjulegt fólk hættir á að verða kallað fasistar og rasistar ef það sem svo mikið sem setur spurningamerki við háværar skoðanir örfárra einstaklinga. Við slík óþægindi vilja flestir losna.
Koma þá kosningar til sögunnar, eða nafnlausar kosningar nánar tiltekið. Niðurstöður þeirra hafa oft komið háværa minnihlutanum á óvart. Til dæmis átti kjör Trump í embætti forseta Bandaríkjanna að vera allt að því ómögulegt ef marka mátti umræðuna í bandarísku samfélagi og jafnvel skoðanakannanir. En svo fór sem fór.
Nýlega kom einnig í ljós að vinsældir Ísraels meðal Evrópubúa eru gróflega vanmetnar þegar atkvæði í Eurovision meðal áhorfenda voru talin. Mögulega eru fyrir því ástæður, svo sem að andstæðingar þátttöku Ísraels í keppninni hafi ekki horft á og kosið, en venjulegt fólk sem naut skemmtiatriða þetta kvöldið ákvað samt að láta ekki hávær öskrin trufla sig, enda í skjóli nafnleyndar.
Á Íslandi eru kosningar til embættis forseta Íslands framundan. Skoðanakannanir segja hér eina sögu: Þjóðþekkt fólk slæst um embættið og aðrir frambjóðendur varla nefndir á nafn í umræðu fjölmiðla. En hérna gæti mögulega komið eitthvað óvænt úr kjörkössunum. Saga forsetakosninga á Íslandi er saga frambjóðenda sem sigra þjóðþekkta einstaklinga þegar allt kemur til alls, og skoðanakannanir mögulega ekki að varpa ljósi á raunverulegar vinsældir þeirra.
Það má vel vera að umræðunni sé stjórnað af háværum hópi sem hefur á sínu bandi fjölmiðlafólk, prófessora og stjórnmálamenn. En þegar almenningur fær að kjósa, gera það nafnlaust og án þess að hætta á að fá á sig ýmsa stimpla þá getur ýmislegt óvænt komið í ljós.
Thank you for sharing your precious knowledge. Just the right information I needed. By the way, check out my website at QN5 about Airport Transfer.