Fréttir sem íslenskir fjölmiðlar kjósa að þegja um

Ritskoðun snýst um stjórnun. Sá sem stjórnar því hvað við fáum að sjá / lesa, stjórnar í raun ferðinni. Nú er komin fram alþjóðleg risafrétt, sem við reyndar heyrum hvorki á RÚV né öðrum ríkisstyrktum íslenskum fjölmiðlum: Zuckerberg forstjóri FB viðurkennir, í bréfi til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hafa látið undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar og beitt ritskoðun á FB til að stýra því sem fólk fékk að segja / sjá og heyra, m.a. um kórónaveiruna (C-19).

Í stuttu máli: Leyfileg tjáning var í því fólgin að bergmála vilja stjórnvalda og efast aldrei, samhliða því að þagga niður í efasemdaröddum og stimpla andmæli sem samsæriskenningar, rugl, öfgar, vitleysu o.s.frv.

Vitandi um augljósa ritskoðunartilburði FB, gekk íslenskt ríkisvald (fjölmiðlanefnd) í bandalag við FB á árinu 2020 til að reyna að stýra því sem Íslendingar fengju að heyra / sjá / lesa. Þetta var gert með svonefndu árveknisátaki fjölmiðlanefndar vegna Covid-19, undir því yfirskini að ,,efla miðlalæsi og gagnrýna hugsun” en um leið var grafið undan hvoru tveggja. Átakið þjónaði því sjálfstæða hlutverki að koma skýrum skilaboðum til íslenskra fjölmiðla um hvað mætti birta og hvað ekki. Með þessu var íslenska ríkið – með fjölmiðlanefnd í fararbroddi – í raun að vega að tjáningarfrelsinu með því að reyna að stýra umfjöllun, loka umræðuvettvanginum og þrengja að gagnrýninni hugsun.

Stjórnsýslulög miða að því að þeir sem fara með framkvæmdavald í nafni íslenska ríkisins starfi á skilvirkan hátt í þágu almennings. Lögin miða að því að verja jafnræði, gæta hlutleysis, efla traust, fagmennsku o.fl. Þessi útgangspunktur byggir á þeirri skýru grundvallarforsendu að ríkisstarfsmenn virði stjórnarskrá landsins og framfylgi gildandi lögum. Ríkisstarfsmönnum ber því að þjóna borgurunum með því að halda uppi lögum og rétti. Það gera þau best með því að vera ópólitísk í störfum sínum og verja frjálsa samfélagsgerð en ekki með því að þrengja að henni, síst af öllu með því að ganga erinda stórfyrirtækja eða erlendra stjórnvalda.  Þegar opinberri stjórnsýslu er misbeitt með þessum hætti í þágu ritskoðunar, þá hrynur grundvöllurinn undan þeim stofnunum sem þannig starfa.  

Fjölmiðlanefnd, sem á að þjóna tjáningarfrelsi og verja frjálsan umræðuvettvang, brást hlutverki sínu með því að taka beinan þátt í ritskoðunarátaki Bandaríkjastjórnar. Hver er réttlætingin fyrir því að ríkisstarfsmenn þiggi laun frá skattgreiðendum til að grafa undan þeim stoðum sem þeim er ætlað að verja? Fólk sem svíkur tjáningarfrelsið svíkur um leið lýðræðið. Þau eiga að biðjast afsökunar, eins og Zuckerberg, eða víkja úr starfi.


Greinin birtist fyrst á blogginu hans Arnars Þórs Jónssonar.

Bréfið frá Zuckerberg má lesa hér að neðan.

2 Comments

  1. Ragnar Thorisson

    Afsökunarbeiðni Zuckerberg er einskis virði. Það var var fyrir þremur árum sem þessir “senior officials” (afhverju þorir hann ekki að nafngreina þá?) höfðu samband, afhverju tók það hann þrjú ár að skammast sín? Zuckerbergur er hugleysingi.

  2. Já, auðvitað er hún einskis virði. Hefði hún komið fram fyrir tveimur árum, t.d. hefði hún kannski verið einhvers virði, en ekki núna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *