Sunnudaginn 12. nóvember hélt Málfrelsi umræðufund um málefni Ísraels og Palestínu. Markmið fundarins var að fá fram umræðu og samtal milli fulltrúa ólíkra sjónarmiða í þessu mikla hitamáli.
Frummælendur voru Birgir Þórarinsson guðfræðingur og alþingismaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Diljá Mist Einarsdóttir formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Ögmundur Jónasson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Fundarstjóri var Bogi Ágústsson fréttamaður.
Fundurinn var fróðlegur og upplýsandi og líflegar umræður urðu að erindum loknum. Upptaka frá fundinum er nú aðgengileg hér að ofan.
Þetta var sjöundi fundur félagsins á fyrsta starfsári þess og fyrsti fundurinn þar sem stefnt er saman fulltrúum ólíkra sjónarmiða í umdeildu máli.
“Sum fórnarlambanna eru ungabörn og eldri borgarar sem ýmist voru limlest eða brennd. Sumir tóku það upp á sig að ásaka stjórnvöld Ísraels um ljúga því að ungabörn hafi verið afhöfðuð og myrt og því hafa myndir af líkum ungabarna verið birtar af ísraelskum stjórnvöldum.”
Þetta var inntakið í boðskap Birgis Þórarinssonar á fundinum þar sem hann hélt því fram að myndband frá IDF væri heilagur sannleikur en myndbandið nefnir 40 afhöfðuð ungabörn.
Ég ætla ekki að fara í flóknar ályktanir um hver skaut á hvað en það er smátt og smátt að koma í ljós.
Heldur fór ég einfaldalega yfir listann sem Ísraelar hafa nú birt yfir nöfn og aldur fórnalambanna sem eru 1.200 og á honum er – EITT UNGA BARN -10 mánaða gamalt – Millie Cohen – einu of mikið – en hún lenti í skotlínu milli Hamas og IDF og varð því miður fyrir kúlu frá Hamas. Hvar eru þau 40 sem voru afhöfðuð?