Hægri rugludallarnir svokölluðu
Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.