Nú hefur atlagan að þessum hugrakka sálfræðiprófessor hins vegar færst á annað stig, þar sem háskólinn í Ghent hefur nú lagt bann við því að hann styðjist við bók sína í námskeiði sem hann kennir þar. Til stuðnings þessu banni, sem í raun má vel jafna til bókabrenna fyrr á öldum, og á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar, vísa háskólayfirvöld í gagnrýniraddir á netinu.
Sóttvarnarstefnu flestra ríkja hefur verið framfylgt með valdboði í nafni lýðheilsu. Í réttarríki geta yfirvöld ekki þvingað fólk til hlýðni. Þau neyðast til að sannfæra það til að hlýða. Það krefst opinberrar umræðu, gagnsæis og trausts. Þannig helst réttarríkið hönd í hönd við upplýsingaöldina og málfrelsið. Þetta tvennt stendur saman og hrynur saman.
Um miðjan janúar, aðeins viku fyrir ráðstefnuna í Stokkhólmi, hafði Malhotra komið fram í sjónvarpsviðtali á fréttastöðinni BBC og bent á að nýleg gögn sýni að sprauturnar geti valdið alvarlegum aukaverkunum hjá að minnsta kosti einum af hverjum 800 einstaklingum. BBC var harðlega gagnrýnt í kjölfarið af öðrum meginstraumsfjölmiðlum fyrir að birta viðtalið. Malhotra bendir á þetta og segir að þöggun sé einmitt hluti af vandamálinu.
Á einum sólarhring, eftir að uppljóstrunin var komin í loftið á vefnum, var búið að þurrka út allar upplýsingar á netinu um þennan starfsmann Pfizer og Google búið að koma upp síu sem skilaði engum leitarniðurstöðum á nafninu hans. Rannsóknarmaðurinn Brian O’Shea, sem hefur getið sér gott orð sem rýnandi, birti ítarlega samantekt á bakgrunni Walker þar sem hann komst að þeirri niðurstöðu að bakgrunnur hans sé sá sem haldið er fram af Project Veritas.
Ef öryggisþráhyggja fær áfram að grassera í hræddri þjóðarsál er það ávísun á stjórnskipulegar ófarir, þar sem tækniveldi mun leysa lýðveldið af hólmi. Í stað pólitískrar rökræðu og stefnumótunar á þeim grunni munu sérfræðingar gefa út fyrirskipanir og annast eftirlit með þeim afleiðingum að borgaralegt frelsi eyðist smám saman.
Fyrirlestraröðin á ráðstefnudögunum tveimur var mjög tæmandi og gaf góða heildarmynd af uppgjörinu. Ræðumennirnir voru með fjölbreyttan bakgrunn og einstaklingsbundna afstöðu gagnvart bóluefnum almennt. Um er að ræða nokkra af helstu sérfræðingum heims með þekkingu á mRNA-tækni, faraldsfræði og hjartasjúkdómum.
Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá.
Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Twitter files uppljóstrunarbylgjan virðist engan enda ætla að taka og hún leiðir í ljós að þöggunin og spillingin í faraldrinum var mun útbreiddari en nokkur gat ímyndað sér. Skjáskot af tölvupóstum frá Robert Flaherty, verkefnisstjóra stafrænu samskiptadeildar Hvíta Hússins, sýna fram á beinar tilskipanir til stjórnenda stærstu samskiptamiðlana um að þagga markvisst niður og eyða efni sem gæti ýtt undir efasemdir gagnvart bólusetningarherferðinni.
Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur…
Það er eiginlega bara hægt að ímynda sér eina ástæðu fyrir áhugaleysinu varðandi þessi umframdauðsföll og það er að þau tengist aðgerðum stjórnvalda og greining á þeim og umfjöllun þoli því ekki dagsins ljós.
Síðan í upphafi ársins 2020 hafa gengið yfir fordæmalausir tímar. Samfélaginu var skellt ítrekað í lás, fyrirtækjum gert að loka, börnum meinað að sækja menntun í skóla og stunda skipulagt félagsstarf, aldrað fólk einangrað, grímuskylda sett á hvarvetna og ferðafrelsið skert til mikilla muna, fyrir utan að ákveðinni lyfjagjöf var ýtt mjög að fólki án…