Posted inGagnrýnin hugsun Mannréttindi Tjáningarfrelsi
Það sem ekki mátti ræða í Hamborg en þyrfti að ræða í Reykjavík
Það var í salarkynnum háskólans í Hamborg sem til stóð um síðustu helgi að ræða um stjórnmál og efnahagsmál undir yfirskriftinni “Við viljum endurheimta heiminn okkar”. En svo gerist það að boð berast frá stjórnendum háskólans um að ákveðið hafi verið að banna að ráðstefnan fari fram innan veggja skólans, þýska leyniþjónustan hafi sagt að umræðan væri þess eðlis að hún ýtti undir róttækni og öfgar í stjórnmálum.