Er ógnin af flensunni ýkt?

Ég bið ykkur öll sem hafið verið eða munið fá boð um bólusetningu gegn inflúensu að hugleiða innihald þessa pistils áður en þið ákveðið hvort þið takið hana eða ekki.

Við höfum birt pistla sem sýna fram á að hættan af inflúensu hefur verið blásin upp.

Bandarísk stjórnvöld hafa vitað lengi að um svik er að ræða og hafa lagt sig fram við að verja sig og sína og hylma yfir svindlið. 

Hér er fyrsti hluti sögunnar um hvers vegna ég fyrst grunaði og hef síðar vitað þetta í að minnsta kosti 25 ár.

Um miðjan tíunda áratuginn, þegar Cochrane-samstarfið var að byrja, tóku sum okkar í hópnum sem fjallaði um bráðar öndunarfærasýkingar að skrifa verkferla um framkvæmd Cochrane safnrannsókna, um efni sem við höfðum áhuga á (Cochrane voru þá sjálfboðasamtök sem störfuðu frá grasrótinni og upp).

Í mínu tilfelli var það inflúensa og aðrir öndunarfærasýklar. Við skrifuðum því verkferla og birtum yfirlit um áhrif (áhrifamætti og skaðsemi) inflúensubóluefna (allar gerðir inaktiveraðra og lifandi veiklaðra bóluefna) á börn, fullorðna, astmasjúklinga, aldraða og þá sem annast aldraða.

Upphaflega skoðuðum við eingöngu slembiraðaðar samanburðarrannsóknir en létum síðan undan þrýstingi og tókum einnig til skoðunar gögn frá áhorfskönnunum. Þau voru fljótt lögð til hliðar svo við héldum geðheilsu okkar, þar sem þau sögðu allt og lika andstæðu alls — ekki ný saga.

Ég var á endanum rekinn úr astma-hópnum, en hin fjögur voru stöðugt uppfærð þar til við sáum enga ástæðu til að halda áfram, og þrjár safngreinanna voru frystar (engin frekari uppfærsla). Þessar þrjár eru eftirfarandi:

(Fjórða er í augnablikinu í uppfærslu.)

Vitnað hefur verið í greinarnar mörg þúsund sinnum og lesnar mörg þúsund sinnum oftar. Þær innihalda gögn úr 105 (alvöru) samanburðarrannsóknum með lyfleysu þar sem yfir 100.000 einstaklingar tóku þátt.

Þetta er bakgrunnurinn. Á þessu stigi gætuð þið verið að spyrja: Hvaða máli skiptir þetta?

Málið er að slembiraðaðar samanburðarrannsóknir með alvöru lyfleysu gefa góða hugmynd um tíðni inflúensu (í eldri rannsóknum með hækkun á mótefnum og/eða jákvæða ræktun á veiru). Þegar gögnin eru sett saman ertu ekki að skoða eina rannsókn eða eitt gagnamengi; þú ert að skoða mörg gagnamengi sem voru tekin saman og skráð á hápunkti „vetrarflensutímabilsins.“

Í yfirlitinu um heilbrigða fullorðna greindust 465 tilfelli í lyfleysuhópnum af 18.593 þátttakendum. Af þeim sem sýndu einkenni voru 97,5% ekki vegna inflúensu. Engar rannsóknir gátu greint dauðsföll, og innlagnir á sjúkrahús voru sjaldgæfar. Rannsóknirnar náðu yfir 50 ára tímabil, svo við höfðum bæði há- og lágpunkta og jafnvel 2 inflúensufaraldra.

Rannsóknir eru þannig að rannsakendur geta stjórnað hlutunum, sannreynt og fylgst með tilfellum. Tíðni í lyfleysuhópi er lykilatriði til að fá nákvæma mynd af því sem er að gerast. Líkön eru óþörf. Þegar við fórum að skoða sannreynd inflúensutengd dauðsföll í lyfleysuhópnum sáum við að tilfellin voru í hundruðum. Fylgikvillar voru mjög sjaldgæfir; fyrir dauðsföll fundum við ekki neitt—alls ekki tölurnar sem CDC gaf upp og jafnvel Anthony Fauci trúði ekki á.

Þetta passar við gögnin sem við sýndum hér og hér.

Svo inflúensa er sjaldgæf, fullt af öðrum sýklum veldur sömu einkennum, og lýðheilsuaðgerðir eins og inaktiveruð bóluefni eiga ekki séns gegn tiltölulega sjaldgæfu hreyfanlegu skotmarki eins og inflúensu. Svo eins og mamma mín sagði alltaf við mig: „Tommi elskan, aldrei nota F-orðið.“

Í næstu færslum mun ég útskýra hvernig og hvers vegna það er nauðsynlegt að blása hættuna upp til að halda siðlausum stofnunum eins og CDC og UKHSA gangandi (ég nefni þessar tvær, en þær eru allar á sömu línu í öðrum löndum) og greina villandi yfirlýsingar og stefnur byggðar á villandi og uppblásnum gögnum.

Þessi pistill var skrifaður af öldungi sem hefur unnið að þessu í þrjá áratugi og vonar að innihald pistla eins og þessa verði hans arfleifð.


Aðrar tengdar rannsóknir

  • Jefferson T, Di Pietrantonj C, Debalini MG, Rivetti A, Demicheli V. Relation of study quality, concordance, take home message, funding, and impact in studies of influenza vaccines: systematic review BMJ 2009; 338 :b354 doi:10.1136/bmj.b354
  • Jefferson T. Influenza vaccination: policy versus evidence BMJ 2006; 333 :912 doi:10.1136/bmj.38995.531701.80
  • Jefferson T, Di Pietrantonj C, Debalini MG, Rivetti A, Demicheli V. Inactivated influenza vaccines: methods, policies, and politics. J Clin Epidemiol. 2009 Jul;62(7):677-86. doi: 10.1016/j.jclinepi.2008.07.001. Epub 2009 Jan 4. PMID: 19124222.
  • Doshi P. Are US flu death figures more PR than science? BMJ. 2005 Dec 10;331(7529):1412.
  • Doshi P. Influenza: marketing vaccine by marketing disease BMJ 2013; 346:f3037 doi:10.1136/bmj.f3037.

Höfundur greinarinnar er Tom Jefferson, aðjúnkt við Háskólann í Oxford, fyrrverandi rannsakandi hjá Norðurlanda Cochrane-miðstöðinni og fyrrverandi vísindalegur umsjónarmaður við gerð HTA-skýrslna (Health Technology Assessment) um ólyfjatengd inngrip fyrir Agenas, ítölsku landsstofnunina fyrir svæðisbundna heilbrigðisþjónustu. Greinin birtist áður á vef Brownstone Institue.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *