Lítið sem ekkert hefur verið rætt í íslenskum fjölmiðlum um komu hins heimsfræga hjartalæknis Dr Aseem Malhotra til Íslands þar sem hann hélt fyrirlestur á málþingi 4. apríl síðastliðinn.[1]
Malhotra hefur tekið sannkallaða u-beygju þegar kemur að Covid-19 sprautunum en hann var einn þeirra sem mælti með inntöku efnanna í byrjun eða þar til faðir hans lést skyndilega úr hjartaáfalli. Dauðsfall föður Malhotra ásamt fleiri atburðum urðu til þess að Malhotra fór að gruna að eitthvað varhugavert gæti verið í gangi með þessar sprautur.
Malhotra hefur síðan þá verið að vara við sprautunum og tengdum aðgerðum en hann var m.a. vitni 11. apríl síðastliðinn fyrir dómi í Helsinki vegna kæru á hendur finnsku ríkisstjórnarinnar vegna covid passa.[2]
Frosti Logason hjá Brotkast tók viðtal við Malhotra og hefur fyrsta klippan verið gefinn út á streymisveitunni youtube.
Malhotra ræðir í þessari klippu gögn sem hafa verið gerð opinber í Bretlandi um virkni Covid 19 sprautanna, en þar koma fram sláandi tölur. Í þeim aldurshópi sem var veikastur fyrir veirunni þurfti að sprauta 2500 manns yfir sjötugu til þess að fyrirbyggja spítalainnlögn hjá einum þeirra vegna covid. Þegar um er að ræða fólk undir fertugu þá þurfti að sprauta 150.000 manns til að fyrirbyggja spítalainnlögn hjá einum í þeim aldurshópi vegna covid. Malhotra vísar svo í rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Vaccine þar sem fram kemur að alvarlegar aukaverkanir vegna Covid 19 sprautanna eigi sér stað hjá einum af hverjum 800 sem fór í sprautu. Þetta hlutfall gildir þó eingöngu um aukaverkannir til skamms tíma og langtímaáhrif því ekki tekin með í reikninginn.
Malhotra ræðir næst tengsl sín og vináttu við Dorrit Mousaieff fyrrum forsetafrú Íslands og hvernig hann ráðlagði henni að fara ekki í fleiri örvunarsprautur.
Í lok klippunnar minnist Malhotra fyrri heimsóknar sinnar til Íslands þegar hann var kominn til að ræða skaðsemi sykurs sem hefur verið eitt hans helsta baráttumál í gegnum tíðina. Malhotra lýsir því svo hvernig gögnin sem sýni skaðsemi Covid 19 sprutanna séu enn meiri og skýrari en gögnin sem sýni skaðsemi sykurs.
Líkt og Malhotra segir þá er mikilvægt að við nálgumst þessar upplýsingar með yfirvegun og látum ekki tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur. Það sé nauðsynlegt að ræða þessi mál bæði til að skilja hvernig þetta gat gerst og hvað við getum gert í framhaldinu.
[1] https://krossgotur.is/segjum-fra-malthing-4-april/
[2] https://twitter.com/_aussie17/status/1779536297197219845