Viðsnúningur hjá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (WHO)?

Mikill viðsnúningur hefur orðið hjá Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni WHO (World Health Organization) samkvæmt drögum að nýjum viðbótum við alþjóðaheilbrigðisreglugerðina IHR (International Health Regulations). Þýtt af DailySceptic.[1]

Hópurinn UsForThem hefur greint frá því að nýútgefin drög að IHR frá WHO sýni mikinn viðsnúning í þeim þáttum sem þóttu hvað mest öfgakenndir í fyrri áætlunum.

Hér kemur upptalning á nýjum drögum á reglugerðinni sem DailySceptic tók af X-þræði UsForThem:[2]

– Meðmæli frá WHO munu áfram vera óbindandi. Grein 13A.1 sem hefði knúið meðlimaríki til að fylgja tilskipunum WHO sem leiðarvísi í heilbrigðistákvörðunum hefur verið felld alveg úr nýjum drögum.

– Vafasöm tillaga þess efnis að draga úr forgangi „sjálfsvirðingar, mannréttinda og grundvallar frelsis einstaklings” hefur verið felld í nýjum drögum.

– Ákvæði sem hefðu gert WHO kleift að grípa inn í á grundvelli „hugsanlegrar” heilsufarsneyðar hafa verið tekin út. Samkvæmt nýjum drögum verður heimsfaraldur nú annað hvort að vera óhjákvæmilegur eða líklegur til að eiga sér stað. Að sama skapi er sá fyrirvari settur á að til að hægt sé að virkja ákvæði í IHR að þá verði WHO að geta sýnt fram á að samræmdar alþjóðlegar aðgerðir séu nauðsynlegar. 

– Tillögur að úrræðum til að koma á laggirnar alþjóðlegri ritskoðun og upplýsingaeftirliti undir forystu WHO hafa verið felldr úr nýjum drögum.

– Búið er að draga verulega úr útþenslumarkmiðum WHO, en ákvæði um að yfirfæra IHR yfir á önnur svið sem gætu haft áhrif á lýðheilsu (t.d. loftslagsbreytingar og fæðuframboð) hafa verið fjarlægð úr nýjum drögum. Núverandi drög eru því mestmegnis óbreytt með áherslu á útbreiðslu sjúkdóma.

– Ákvæði þess efnis að aðildarríki séu ábyrg fyrir innleiðingu reglugerða en ekki WHO hefur verið bætt við drögin. Jafnframt hefur dregið verulega úr djörfum áætlunum WHO um að fylgjast með að og sjá til þess að reglugerðum sé fylgt eftir í einu og öllu.

– Mörg önnur ákvæði hafa verið þynnd út. Þar má nefna eftirlitskerfi sem hefði gert WHO kleift að skilgreina þúsundir nýrra vísbendinga sem ummerki nýs faraldurs, ákvæði sem hefðu hvatt til:  innleiðingu bóluefnapassa, þvingun fyrirtækja til að deila eða opna á eigin tæknilausnir og flutnings á náttúrulegum auðlindum. 

Þetta útgefna skjal eru aðeins drög sem verða lögð fram til vinnuhóps IHR í samningaviðræðum þessarar viku. Skjalið gæti því enn breyst.

Að því sögðu er hægt að segja að út frá þessum drögum sé stór sigur í höfn hjá almenningi gagnvart yfirvofandi tækniræði.

Það er vert að nefna að ekki eru allir eins bjartsýnir um viðsnúning WHO. Grein Michael Nevradakis hjá the Defender fjallar einmitt um að fagna ekki of snemma og það sé enn óhreint mjöl í pokahorni WHO sem beri að varast.

Guðlaugur Bragason þýddi


[1] https://twitter.com/UsforThemUK/status/1782352331863941537


[2] https://dailysceptic.org/2024/04/23/massive-climbdown-from-who-as-latest-draft-of-ihr-amendments-drops-almost-all-offending-aspects/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1OkadGuDgY_cioFJ1aUa-4Ws51tp4hf-lrz1ZvPu-15TBm2QW4VVWpeJM_aem_AWrZHQyOrMOsVO8Lfgtjlsgw8Z8aujIZE2wGp_YKoCltCqzwOJWLYADFqHDugmUMt2B9IL81w2Voiq_k8OzkX52i

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *