Segjum frá! Málþing 4. apríl

Fimmtudaginn 4. apríl var haldið Málþing á Reykjavík Natura undir yfirskriftinni „Segjum frá! Málþing sem á erindi við okkur öll.“ Aðsókn var mikil og fullt út úr húsi. Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir sá um fundarstjórn og kynnti fyrirlesarana til leiks einn af öðrum. Í kjölfar fyrirlestranna mættu svo Íslendingar upp á svið með persónulegar frásagnir af eigin bóluefnaskaða, sem fjallað er um hér neðar í samantektinni.

Hér er stutt samantekt á því efni sem fyrirlesararnir fjölluðu um ásamt frásögnum Íslendinganna tveggja. Við í ritnefnd Krossgatna munum svo fjalla nánar um áherslumál ræðumanna í einstaka greinum sem munu birtast á næstunni.

Í lok samantektarinnar má finna hlekki á myndbandsupptökur af fyrirlestrum og frásögnum.

Dr. Peter McCullough

Kvöldið hófst með myndbandserindi frá Dr. Peter McCullough. Peter fjallaði þar í stuttu máli um hvernig hægt hefði verið að koma í veg fyrir innlagnir og dauðsföll af völdum Covid 19 í langflestum tilfellum með snemmbúnum lyfjagjöfum. McCullough nefndi svo skaðsemi broddapróteinanna sem fyrirfinnast í bóluefnunum og hvernig ekkert efnanna standist yfirlýstar kröfur um að vera örugg eða árangursrík. Peter lauk svo erindi sínu á því hvernig hann væri búinn að biðla til Sameinuðu Þjóðanna að hætta stuðningi við Covid 19 bólusetningarnar.

Dr. Aseem Malhotra

Fyrsti fyrirlesari kvöldsins var hjartasérfræðingurinn Dr. Aseem Malhotra. Malhotra hóf mál sitt á að greina alvarlega vankanta í læknavísindum nútímans og nefndi m.a. skort á tölfræðiþjálfun lækna sem eina af rótum vandans. Læknar hafi sem sagt ekki skilning eða menntun til að greina og skýra tölfræði innan heilbrigðisvísinda. Malhotra vitnaði svo í Stanford prófessorinn John P. A. Ioannidis sem er sá vísindamaður sem mest er vitnað í á sviði læknavísinda í heiminum. Grein Ioannidis sem kom út árið 2006 fjallar um hvernig 20-50%  af starfsemi heilbrigðiskerfisins skili sér ekki í neinum ávinningi fyrir sjúklinga. Malhotra vitnar áfram í Ioannidis sem greinir frá að eftir því sem fjárhagslegur ávinningur er meiri, og áhugi ásamt fordómum einkenna svið vísinda, því ólíklegra er að niðurstöður rannsókna á því sviði séu marktækar.

Malhotra fór næst inn á sitt sérsvið og fjallaði um vankantana þar. Malhotra nefnir hvernig kólesteról stuðull sé ranglega bendlaður við slæma heilsu og hvernig sú greining sé t.d. notuð til að rökstyðja uppáskriftir á statín lyfjum. Statín eru ein mest uppáskrifuðu lyf veraldar og jafnframt arðbærasta tekjulind í sögu lyfjafyrirtækjanna fyrir Covid 19 sprauturnar.

Þegar Malhotra reyndi að upplýsa læknastéttina og almenning um þá niðurstöðu að kólesteról væri ekki sá áhættuþáttur sem talið hafi verið fram að þessu, og að ávinningur af statínlyfjum væri stórlega ýktur þá var ráðist að honum í fjölmiðlum þar sem var m.a. gefið í skyn að þessi „skoðun” hans myndi kosta mannslíf. Prófessor Roly Collins við Oxford háskóla er einn þeirra sem reyndi að gera lítið úr Malhotra í fjölmiðlum, en deild hans við Oxford hefur fengið meira en 200 miljón pund frá sömu fyrirtækjum og framleiða statín lyf.

Malhotra skipti næst um gír og fór að ræða um Covid tímann. Fyrir faraldurinn þá hafði hann aldrei hitt neinn sjúkling með bóluefnaskaða og sagðist því ekki hafa veitt Covid 19 sprautunum neina sérstaka athygli og gert ráð fyrir að þau væru örugg líkt og fyrri bóluefni. Nokkur atriði byrjuðu að vekja Malhotra til umhugsunar, en eftir  að hafa farið í sprautu númer tvö þá byrjaði hann að lenda í furðulegum einkennum þar sem hann upplifði t.d. klínískt þunglyndi í nokkrar vikur. Það næsta sem gerðist er að faðir Malhotra sem var heimilislæknir hringdi í hann og sagðist vera með verk fyrir brjósti. Eftir að hafa leiðbeint föður sínum að hringja á sjúkrabíl reyndi Malhotra að hringja í hann aftur nokkrum mínútum síðar. Þá svaraði nágranni sem tjáði Malhotra að faðir hans hefði fengið hjartaáfall. Um 30 mínútum seinna var faðir hans úrskurðaður látinn. Malhotra útskýrir hvernig  faðir sinn hafi verið í mjög góðu formi og þetta hjartaáfall gangi því ekki upp samkvæmt hans sérfræðiþekkingu. 

Einhverju seinna hefur ónefndur uppljóstrari samband við Malhotra, og skýrir fyrir honum að hann hafi verið að vinna að rannsókn sem bæri kennsl á bólgur í hjarta hinna bólusettu sem fyndust ekki hjá hinum óbólusettu, og hvernig sá sem leiddi rannsóknina ákvað að birta ekki nðurstöðurnar af ótta við að missa styrki frá lyfjafyrirtækjunum.

Í kjölfarið á þessu birti Malhotra sláandi tölfræði um gagnsleysi bóluefnanna og að þessi efni hefðu aldrei átt að vera leyfð fyrir nokkra manneskju á lífi. Malhotra sýndi næst nokkur dæmi um þau skipti sem reynt var að þagga niður í honum með ómálefnalegum persónuárásum. Þessar árásir sem birtust í fjölmiðlum og víðar leiddu til þess honum var sagt upp á spítalanum sem hann vann hjá.

Að lokum skýrði Malhotra hvernig þessi stóru lyfjafyrirtæki endurspegli samskonar eiginleika og við sjáum hjá siðblindingjum. Læknar telja að upplýsingarnar sem þeir fá frá þessum fyrirtækjum séu réttar og gefa þær því til stjórnmálamanna með góðri samvisku. Þannig eru stjórnmálamenn yfirleitt sannfærðir um að þeir séu með réttar upplýsingar frá sérfræðingum. Að sama skapi að 70% af styrkjum til Alþjóða Heilbrigðiststofnunarinnar komi með kröfum um greiða” og sé stofnuninni því ekki treystandi lengur nema þessum styrkjum linni.

Dr. Mattias Desmet

Næst fór á svið Dr. Mattias Desmet sem er prófessor í klínískri sálfræði. Desmet byrjaði á að rifja upp viðbrögð kollega sinna þegar hann sýndi þeim með stærðfræðimódelum að rannsóknir innan sálfræði væru handónýtar í að ná fram marktækum niðurstöðum. Viðbrögð samstarfsmanna hans einkenndust af reiði og mótþróa þar sem ekkert breyttist og sömu aðferðum var áfram beitt.

Desmet telur að þessi reynsla hafi hjálpað honum að skilja hvað var í gangi í byrjun Covid þar sem gagnrýnin umræða var tekin af borðinu og Desmet leið eins og ferillinn sinn gæti verið í hættu fyrir að tjá sig málefnalega. Sama hvernig hann hamaðist við að sýna fólki tölfræði þess efnis að dánartíðnin af Covid væri stórlega ýkt þá hlustaði enginn. Desmet ákvað því að breyta um aðferð og einblína frekar á sálfræðilegu hliðarnar á ástandinu. Desmet sá að um væri að ræða fyrirbæri sem kallast mass formation” eða múgsefjun af ákveðinni tegund. 

Desmet ræðir hvernig vandamál mass formation” hafi hafist þegar maðurinn hætti að skilgreina sig út frá trúarlegum forsendum og notaðist frekar við skynsemis- eða rökhyggju. Þetta hafi hafist líklega upp úr 16. öld og farið síversnandi síðan.

Desmet aðgreinir svo muninn á alræðisríki og einræðisríki. Í einræðisríki þá er almenningur hræddur við lítinn hóp innan þýðisins og hagar sér því eftir reglum þessa hóps. Í alræðisríki þá hefst vandamálið með mass formation” þar sem stór hluti almennings (20-30%) byrjar að trúa með ofsa á einhverja hugmyndafræði. Þetta verður til þess að hópur sem endurspeglar þessar skoðanir kemst til valda, en munurinn á einræðisríkinu er sá að í alræðisríkinu að þá er stórt hlutfall almennings tilbúið að vinna gegn samborgurum sínum sem samþykkja ekki hugmyndafræðina. 

Í upphafi þessa ástands gat elítan sem varð til í þessum heimi skynsemis/rökhyggju ekki lengur stjórnað almenningi með guðhræðslu, og þurfti því að finna út hvað almenningur vildi og gefa þeim það. Þannig urðu þessir leiðtogar í raun fylgjendur. Svona þróaðist áróður og þannig er hægt að láta almenning halda að hann sé að fá það sem hann vill, á meðan fólkið er í raun óafvitandi að láta undan áróðursbrellum og vilja elítunnar. 

Desmet telur að það sé lausn á þeim vanda að almenningur sé að mestu leyti fastur í mass formation” sem hann lýstir eins og ákveðinni dáleiðslu. Lausnin felst í því að allir sem eru utan við dáleiðsluna láti í sér heyra og gefist ekki upp. Það sem gerðist í Sovétríkjunum og Þýskalandi nasismans var að fólk hætti að tala gegn alræðinu. Desmet telur að það sem þurfi til að vekja fólk af þessum blundi sé samtal og að segja sannleikann með einlægni. Að tala á einlægan hátt nái einhvern veginn í gegnum félagslega veggi samfélagsins og að hlustandinn finni þetta.  

Justine Tanguay

Justine Tanguay er lögfræðingur sem starfar fyrir samtökin Children’s Health Defence þar sem Robert F. Kennedy yngri starfar sem formaður. Kennedy er í leyfi eins og er þar sem hann er á fullu í framboði til forseta Bandaríkjanna. 

Tanguay skýrir markmið Children’s Health Defence um að fjarlægja spillingu úr lyfjaiðnaðinum og endurheimta þannig traust á heilbrigðiskerfinu. Þau lýsa einnig yfir áhyggjum af því að lyfjafyrirtæki geti auglýst beint til neytenda í gegnum sjónvarp og setja það sem markmið að breyta því.

Næst sýnir Tanguay áhugaverða glæru með þróun á sölu lyfja á Íslandi á árunum 2001-2021. Þar má sjá að salan hefur meira en þrefaldast á þessum tíma. 

Tanguay sýnir næst töflu sem sýnir aukninguna í bóluefnum sem eru sprautuð í ungmenni á aldrinum 0-18 ára í USA á frá árunum 1962 til 2024. Fjöldi efna sem ráðlagður er að börn og ungmenni fái sprautað í sig á þessu aldursbili hefur aukist úr 5 efnum yfir í um 80-100 efni. Sérfræðingar eru sem sagt ekki sammála um fjöldann svo áætlað er að daginn sem einstaklingur verður 18 ára þá sé fjöldi sprauta orðinn milli 80 og 100.

Tanguay talar svo um að 54% bandarískra barna glími við krónísk veikindi: þunglyndi, offitu, asma ofl, og veltir því fyrir sér hvort það geti verið að skaðleg efni, í matarræði og lyfjum geti verið að valda þessum miklu veikindum.

Tanguay endar á að nefna að leiðin til að sigrast á þessum vanda sé að afhjúpa spillinguna hjá lyfjafyrirtækjunum, og þannig náum við valdinu og gæðum heilbrigðiskerfisins til baka. 

Þá var komið að því að tveir Íslendingar stigu fram og sögðu frá þeim skaða sem þau hafa hlotið vegna Covid 19 sprautanna.

Hugi Ingibjartsson

Hugi Ingibjartsson steig fyrstur á svið, en hann var með drauma um að ferðast til Afríku þar sem hann ætlaði sér að opna heimili fyrir munaðarlausa. Hugi lýsti þeirri tilfinningu sem hann hafði fyrir utan bóluefnamiðstöðina í ágúst 2021 og hvernig honum leið eins og hann ætti eftir að sjá eftir þessari ákvörðun.

Í desember 2023 þá er Hugi að keyra og byrjar að finna fyrir óþægindum í vinstri öxl. Hugi byrjar að þreifa eftir öxlinni og finnur þá stærðarinnar kúlu sem stendur út á hálsinum. Eftir heimsókn til læknis þá fær Hugi þá niðurstöðu að um sé að ræða 3. stigs krabbamein í tungunni sem leiðir niður eftir hálsi. Læknirinn tjáir Huga að hann sé búinn að vera með þennan krabba í tvö og hálft til þrjú ár sem passar við tímasetninguna sem Hugi fór í bólusetninguna tveimur og hálfu ári áður.

Hugi sagði strax við lækninn að þetta séu afleiðingar bóluefnanna við Covid 19, en viðbrögð læknisins voru á þann veg að það væri eins og ský færi fyrir andlit hans. Hugi lýsir svo hvernig þessi viðbrögð endurspeglist hjá þeim læknum sem hann hefur talað við um málið, og að þeir geti ekki einu sinni horft í augun á honum.

Hugi veltir svo fyrir sér hver muni borga kostnaðinn hjá því fólki sem missir heilsuna vegna bóluefnanna. Hugi vill að sannleikurinn komi í ljós og endar á að biðla til okkar að nýta tímann vel, því enginn viti daga sinna tal.

Árni Freyr Einarsson

Þorbjörg Sólbjartsdóttir steig næst á svið fyrir hönd eiginmanns síns Árna Freys Einarssonar. Þorbjörg lýsir því hvernig hann sé búinn að vera kljást við hjartavandamál síðan 2021. Árni byrjaði að finna fyrir einkennum einni til tveimur vikum eftir seinni bólusetninguna. Árni þurfti fljótlega að hætta vinna og var í veikindaleyfi í 9 mánuði. Hann fór á Reykjalund síðasta sumar þar sem ekkert var hægt að gera fyrir hann. Árni hefur verið greindur með hjartavöðvabólgu og hafa einhverjir læknar viðurkennt vandann við þau. Hjónin hafa einnig lent í mótlæti og nefndi Þorbjörg virtan hjartalækni sem er vinur fjölskyldunnar sem hafði gert lítið úr þeim. Þorbjörg vildi ekki nafngreina lækninn sem hún sagði svo hafa byrjað að rífast við sig í einkaskilaboðum í stað þess að sýna skilning. 

Þorbjörg lýsir því svo hvernig hún hefur fundið fyrir því að fólk hafi fjarlægst hana vegna hennar skoðanna. 

Þorbjörg segir að fyrir um viku síðan hafi Árni fengið mikinn verk fyrir hjartað eftir göngutúr þar sem hann lá upp í rúmi í tvo klukkutíma í kjölfarið, og líkir Þorbjörg þessu við að búa með tifandi tímasprengju.

Árni kemur því næst upp á svið á meðan Þorbjörg ræðir um þrjár nákomnar vinkonur sínar sem eru að glíma við brjóstakrabbamein þessa dagana. 

Árni lýsir ástandinu og hvernig bakslagið kemur af og til svona einmitt þegar hann heldur að hann sé að komast yfir þetta. Árni er þó bjartsýnn og að hann sé að reyna finna lausnir til að reyna komast aftur á þann stað sem hann var fyrir sprautuna. Árni nefnir svo hvað honum finnst leiðinlegt að heyra fólk spyrja hvernig hann hefði nú verið ef hann hefði ekki farið í sprautu, svona eins og það hefði verið verri ákvörðun. 

Þorbjörg er með samskonar sögu, en á sama tíma og Árni fór í sína sprautu þá ákvað Þorbjörg að bíða og í samráði við lækni þá ákvað hún að bíða með að fara í sprautuna þar sem hún hafði fengið blóðtappa einhverju fyrr. Læknirinn sagði henni bara að segjast vera bólusett ef hún yrði spurð. Stuttu síðar smitast hún í hópsmiti en ákveður að taka orðum læknisins og ljúga að hún hafi farið í eina bólusetningu. Í kjölfarið fékk hún sams konar viðbrögð og eiginmaðurinn, eða á þá leið að fólk var svo fegið að hún hefði bólusett sig, því hefði hún sleppt því þá hefði hún geta dáið.

Hlekkir á fyrirlestra og frásagnir:

Dr. Peter McCullough: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=891

Dr. Aseem Malhotra: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=1112

Dr. Mattias Desmet: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=5522

Justine Tanguay: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=9009

Hugi Ingibjartsson: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=10354

Árni Freyr Einarsson: https://youtu.be/OkMDJ8_Sw0c?t=10791

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *