Minning: Björn Jónasson

Það var snemma á árinu 2022 sem fyrst kom til tals að stofna félagsskap þeirra sem voru gagnrýnin á skerðingar á athafna- og tjáningarfrelsi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Þetta félag hlaut nafnið Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

Björn Jónasson var ekki aðeins einn helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins, heldur átti hann einnig veigamikinn þátt í að móta lykiláherslu þess, sem er vernd tjáningarfrelsisins, enda er “málfrelsið það eina sem skiptir máli” eins og hann sagði oft. Björn sat í stjórn félagsins Málfrelsi frá stofnfundi þess, var virkur í starfi félagsins eins lengi og heilsan leyfði og lét ekkert tækifæri ónotað til að efla og styrkja starf þess.

Björn Jónasson lést þann 6. september sl. og fer útför hans fram í dag, 17. september.

Við í stjórn Málfrelsis sjáum nú á eftir góðum félaga. Við erum full þakklætis fyrir að hafa notið krafta hans og vottum fjölskyldu hans innilega samúð okkar á þessum erfiðu tímum.

Fyrir hönd stjórnar Málfrelsis,

Svala Magnea Ásdísardóttir, formaður

Aðrir stjórnarmenn félagsins Málfrelsi eru Þorsteinn Siglaugsson, Arnar Þór Jónsson, Erling Óskar Kristjánsson, Guðlaugur Bragason og Helgi Örn Viggósson. Varamenn eru Þórarinn Hjartarson og Þórdís Björk Sigurþórsdóttir.


1 Comment

  1. Erna

    Málfrelsið má aldrey þagga niður.🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *