Ritskoðun er nú orðin svo algeng að hún er nánast orðin að eðlilegum hlut. Þrátt fyrir stöðug málaferli og aukna athygli hafa helstu samfélagsmiðlar verið jafnvel ákafari í ritskoðun sinni undanfarna mánuði en nokkru sinni fyrr. Hlaðvarpsstjórnendur þykjast vita fyrir víst hverju verður strax eytt og ræða sín á milli um efni á gráu svæði. Sumir, eins og Brownstone, hafa gefist upp á að notast við YouTube og hafa snúið sér að Rumble og fórnað þar með stórum áhorfendahópi, í von um að þannig megi tryggja að efnið þeirra fái að lifa áfram og sjái dagsins ljós.
Þetta snýst ekki alltaf um að vera ritskoðaður eða ekki. Núverandi reiknirit eru með ýmis verkfæri sem hafa áhrif á leit og aðgengi. Til dæmis náði viðtal Joe Rogan við Donald Trump heilum 34 milljónum áhorfa áður en YouTube og Google breyttu leitarvélum sínum til að gera mönnum erfitt að finna það, jafnvel þrátt fyrir að þeir héldu við tæknilegri bilun sem gerði mörgum ókleift að horfa. Í ljósi þessa fór Rogan yfir á X til að birta allar þrjár klukkustundirnar.
Að rata í gegnum þennan frumskóg ritskoðunar og hálf-ritskoðunar er orðið hluti af viðskiptalíkani sjálfstæðra miðla.
Þetta eru aðeins tilfellin sem rata í fjölmiðla. Á bakvið tjöldin eru tæknileg atvik að eiga sér stað sem hafa róttæk áhrif á getu sagnfræðinga til að líta til baka og sjá hvað er að gerast. Það er ótrúlegt en satt að nú hefur þjónustan Archive.org, sem hefur verið til síðan 1994, hætt að skrásetja allt efni á vefnum. Í fyrsta skipti í 30 ár hefur nú liðið langur tími, — allt frá 8.–10. október — án þess að þessi þjónusta hafi afritað efni á netinu í rauntíma.
Þegar þetta er skrifað höfum við enga leið til að staðfesta tilvist efnis sem var birt í heilar þrjár vikur í október, í aðdraganda umdeildustu og afdrifaríkustu forsetakosninga á ævi okkar. Það er mikilvægt þetta snýst ekki um flokkadrætti eða hugmyndafræðilega mismunun. Engar vefsíður á internetinu eru nú afritaðar á þann hátt að þær séu aðgengilegar notendum. Í raun eru allar endurminningar helstu upplýsingaveitu okkar, internetsins, bara eitt stórt svarthol í augnablikinu.
Vandamálið á Archive.org hófst 8. október 2024 þegar þjónustan varð skyndilega fyrir gríðarlegri “Denial of Service” árás (DDOS) sem ekki aðeins tók niður þjónustuna heldur leiddi til bilunar sem næstum eyddi henni alveg. Með mikill vinnu tókst að koma Archive.org aftur upp þannig að hægt væri að sækja þangað eldra efni, sem er staðan enn í dag. En það er aðeins hægt að lesa efni sem var birt fyrir árásina. Þjónustan hefur enn ekki hafið birtingu á afritum af neinum síðum á internetinu fyrir almenning.
Með öðrum orðum, eini miðillinn á öllum veraldarvefnum sem afritar efni í rauntíma hefur verið óvirkjaður. Í fyrsta skipti síðan vefvafrinn sjálfur var fundinn upp hafa rannsakendur verið sviptir getu til að bera saman efni í fortíð og framtíð, sem er nauðsynlegt þeim sem skoða athafnir stjórnvalda og fyrirtækja.
Það var til dæmis með því að nota þessa þjónustu sem rannsakendur Brownstone gátu uppgötvað nákvæmlega hvað CDC hafði sagt um plexigler, síunarkerfi, póstkosningar og leigubönn. Það efni var síðar fjarlægt af internetinu, svo aðgangur að afritum var eina leiðin til að komast að og staðfesta hvað var satt. Sama átti við um Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina og vanvirðingu hennar gagnvart náttúrulegu ónæmi, sem var síðar breytt. Við gátum skjalfest breyttar skilgreiningar aðeins vegna þessa verkfæris, sem er nú óvirkt.
Það sem þetta þýðir er eftirfarandi: Sérhver vefsíða getur birt hvað sem er í dag og tekið það niður á morgun án þess að skilja eftir neina sögu um það sem birt var nema einhver notandi einhvers staðar hafi tekið skjáskot. Jafnvel þá er engin leið til að staðfesta áreiðanleika þess. Hefðbundna aðferðin til að komast að því hver sagði hvað og hvenær er nú horfin. Það er að segja að allt internetið er þegar verið að ritskoða í rauntíma þannig að á þessum mikilvægu vikum, þegar stór hluti almennings búast við óheiðarleika, getur hver sem er í upplýsingabransanum komist upp með hvað sem er án þess að verða gripinn.
Við vitum hvað þú ert að hugsa: Vissulega var þessi DDOS árás ekki tilviljun. Tímasetningin var bara of fullkomin. Og kannski er það rétt. Við vitum það bara ekki. Grunar Archive.org eitthvað í þá veru? Hér er það sem þeir segja:
“Í síðustu viku, ásamt DDOS árás og birtingu netföngum notenda og dulkóðuðum lykilorðum, var vefsíðu-javascript Internet Archive afmyndað, sem leiddi til þess að við lokuðum síðunni til að bæta öryggi okkar. Geymd gögn Internet Archive eru örugg og við erum að vinna að því að koma þjónustunni aftur í gang á öruggan hátt. Þessi nýji veruleiki krefst aukinnar áherslu á netöryggi og við erum að bregðast við. Við biðjumst velvirðingar á áhrifum þess að skráningarþjónustan er ekki aðgengileg.”
Djúpríkið? Eins og með allt slíkt er engin leið að vita það fyrir víst, en viðleitnin til að eyðileggja getu internetsins til að geyma staðfesta sögu passar vel inn í hagsmunaaðila-líkanið um upplýsingadreifingu sem hefur greinilega verið sett í forgang á alþjóðlegum vettvangi. Yfirlýsingin um framtíð internetsins gerir þetta mjög skýrt: Internetinu ætti að vera “stjórnað í gegnum margþætta nálgun, þar sem stjórnvöld og önnur yfirvöld vinna með fræðimönnum, borgaralegu samfélagi, einkageiranum, tæknisamfélaginu og öðrum.” Allir þessir hagsmunaaðilar njóta góðs af getu til að starfa á netinu án þess að skilja eftir sig spor.
Vissulega hefur bókasafnsfræðingur á Archive.org skrifað að “Á meðan Wayback Machine hefur verið í lestrarham, hefur vefskrið og skráning haldið áfram. Það efni verður aðgengilegt í gegnum Wayback Machine þegar þjónustan hefur verið tryggð.”
Hvenær? Við vitum það ekki. Fyrir kosningarnar? Eftir fimm ár? Það gætu verið einhverjar tæknilegar ástæður, en það gæti virst að ef vefskrið heldur áfram bakvið tjöldin, eins og athugasemdin bendir til, þá gæti það líka verið aðgengilegt í lestrarham núna. Það er það ekki.
Þessi eyðing á minni internetsins að eiga sér stað víðar, sem er óhugnanlegt. Í mörg ár bauð Google upp á skyndiminnisútgáfu af tenglinum sem leitað var að rétt fyrir neðan lifandi útgáfuna. Þeir hafa nægt þjónusturými til að gera það núna, en nei: sú þjónusta er nú alveg horfin. Reyndar hætti Google skyndiminnisþjónustan að starfa aðeins einni eða tveimur vikum áður en Archive.org hrundi, í lok september 2024.
Þannig hurfu tvö tiltæk verkfæri til að leita að skyndiminni vefjum á internetinu með nokkurra vikna millibili og nokkrum vikum fyrir kosningarnar 5. nóvember.
Aðrir skuggalegir atburðir eru líka að breyta leitarniðurstöðum internetsins í auknum mæli í gervigreindarstýrða lista yfir frásagnir sem samþykktar eru af yfirvöldum. Staðallinn á vefnum var sá að röðun leitarniðurstaðna væri stjórnað af hegðun notenda, tenglum, tilvísunum og svo framvegis. Þetta var meira og minna lífrænn mælikvarði, byggður á samansöfnuðum gögnum sem bentu til þess hversu gagnleg leitarniðurstaða var fyrir netnotendur. Það var einfaldlega þannig að því gagnlegri sem notandinn taldi niðurstöðuna, því ofar var hún í röðinni. Google notar nú marga mismunandi mælikvarða til að raða leitarniðurstöðum, þar á meðal er byggt á því hvað teljist “traustar heimildir” og á öðrum ógagnsæjum geðþóttaviðmiðum.
Ennfremur er vinsælasta þjónustan sem einu sinni raðaði vefsíðum byggt á umferð nú horfin. Sú þjónusta hét Alexa. Fyrirtækið sem bjó hana til var sjálfstætt. Svo einn daginn árið 1999 var það keypt af Amazon. Það virtist traustvekjandi því Amazon var vel stætt fyrirtæki. Kaupin virtust festa í sessi verkfærið sem allir notuðu sem eins konar mælikvarða á stöðu á vefnum. Það var algengt á sínum tíma að taka eftir grein einhvers staðar á vefnum og skoða hana síðan á Alexa til að sjá hversu mikilli dreifingu hún náði. Ef hún var mikilvæg tók maður eftir því, en ef ekki skipti það ekki máli.
Svona voru hlutirnir hjá heilli kynslóð vefumsjónarmanna. Kerfið virkaði eins vel og maður gat mögulega búist við.
Síðan, árið 2014, mörgum árum eftir að hafa eignast röðunarþjónustuna Alexa, gerði Amazon undarlegan hlut. Það setti á fót aðstoðarmann sinn (og eftirlitstæki) með sama nafni. Skyndilega var þetta inni á öllum heimilum og fólk gat fundið út hvað sem er með því að segja “Hey Alexa.” Eitthvað virtist undarlegt við að Amazon nefndi nýju vöruna sína eftir óskyldri þjónustu sem það hafði eignast mörgum árum áður. Engin vafi er á að einhver ruglingur stafaði af nafnaárekstrinum.
Hér er það sem gerðist næst: Árið 2022 tók Amazon niður vefröðunarverkfærið. Það seldi það ekki. Það hækkaði ekki verðið. Það gerði ekkert við það. Það gerði það bara skyndilega alveg óvirkt.
Enginn gat komist að ástæðunni. Þetta var staðallinn í þessum geira, og skyndilega var hann horfinn. Ekki seldur, bara eytt. Enginn gat nú lengur séð neina umferðarmiðaða vefsíðuröðun án þess að greiða mjög hátt verð fyrir flókin og dýr sérhæfð verkfæri.
Allir þessir atburðir, sem gætu virst ótengdir þegar litið er á hvern þeirra fyrir sig, eru í raun hluti af langri þróun sem hefur gert það upplýsingalandslag sem við höfðum vanist óþekkjanlegt. Atburðirnir í kringum Covid frá 2020–2023, með gríðarlegum alþjóðlegum ritskoðunar- og áróðurherferðum, flýttu mjög fyrir þessari þróun.
Maður veltir fyrir sér hvort nokkur eigi lengur eftir muna hvernig þetta var einu sinni. Netárásin og hömlun Archive.org undirstrika punktinn: Það verður engin frekari söguleg skráning.
Þegar þetta er skrifað hafa þrjár vikur af vefefni ekki verið skráðar. Hvað við erum að missa og hvað hefur breyst er erfitt að segja. Og við höfum enga hugmynd um hvenær þjónustan kemst í gang aftur. Það er alveg mögulegt að hún komi alls ekki aftur, að eina sanna sagan sem við getum leitað til nái fram til 8. október 2024, dagsins sem allt breyttist.
Internetið var sett á stofn í þeim tilgangi að vera frjálst og lýðræðislegt. Það kallar á ofurmannlega getu að endurheimta þá sýn núna, því eitthvað annað er að koma hratt í stað þess.
Eftir Jeffrey Tucker, forseti Brownstone Institute og Debbie Lerman, sérfræðingur hjá Brownstone Institute
Greinin birtist fyrst í Brownstone Journal 30. október 2024.