Hinn goðsagnakenndi fjármálamaður Nathan Rothschild lét eitt sinn hafa eftir sér að honum væri sama hvaða strengjabrúða væri nú sett til að stjórna (breska) heimsveldinu:
„Mér er alveg sama hvaða brúða er sett í hásæti Englands til að stjórna heimsveldinu þar sem sólin sest aldrei.”
Um er að ræða skírskotun í að hið raunverulega vald liggi ekki hjá konungum, forsetum, forsætisráðherra o.s.frv. sem eru skipaðir sem valdafulltrúar í takmarkaðan tíma.
En hver fer þá með hið raunverulega vald? Rothschild, bætti við tilvitnunina hér að ofan að það væri stjórn á peningaflæðinu sem gerði hann að raunverulegum stjórnanda heimsveldisins.
„Maðurinn sem stjórnar peningaflæðinu stjórnar heimsveldinu og ég stjórna peningaflæðinu.“
Eisenhower Bandaríkjaforseti varaði fyrir sitt leyti, í kveðjuræðu sinni árið 1961, við sífellt öflugri “heriðnaðarsamsteypu”, sem síðar var einnig kölluð „djúpríkið“.
Ef við viljum skilja hvernig þetta niðurnjörvaða valdaskipulag starfar í dag getum við spurt okkur hvaða stefnu er verið að keyra áfram óháð pólitískri stjórn. Það er ljóst að það er tæknikratísk dagskrá. Með myndlíkingu að láni frá fantasíuhöfundinum JRR Tolkien, þá er kjarninn í hring höfðingjanna gerður úr sífellt öflugri gervigreind (AI)– „Einn hringur til að stjórna þeim öllum“.
Hinn frægi framtíðarspekúlant hjá Google, Ray Kurzweil, hefur spáð því að einhvern tíma í kringum 2030 muni sálarlíf mannsins tengjast gervigreind og svo smám saman muni gervigreind taka yfir meira og meira af mannlegri hugsun þar til það sem eftir er af hugsunarhætti mannsins verður vanrækt og litið hornauga.
Hljómar það ólíklegt? Við getum rifjað upp hvernig valdahlutföllin litu út fyrir 25 árum og bera það saman við nútímann.
Hvar verðum við eftir tíu ár? Tuttugu ár?
En hvernig fer „Deep AI State“ að því að auka vald sitt? Það reynir greinilega að „deila og drottna„ (divide and conquer), að skipta „markhópum“ í mismunandi fylkingar sem rífast hver við aðra. Ímynd eins og Donald Trump er tilvalin í þessum tilgangi.
Í helstu fjölmiðlum keppast ritstjórnir við að mata lesendur sína með þeim skilaboðum um að Trump sé illa gerður. Ef það væri ekki fyrir Trump væri allt friðsælt og hamingjusamt. Þá myndu upplýst ríki heimsins vinna saman til að viðhalda frjálslyndu lýðræði, innleiða „grænu“ byltinguna og viðhalda sameiningu gegn andlýðræðislegum öflum. Og svo framvegis.
Svo erum við með áróðurinn sem beinist að stuðningsmönnum Trumps, sem í flestum tilfellum líta á sig sem andvíga stofnanavirkinu (anti-establishment). Þar er Trump lyft á stall líkt og Messías. Hann er frelsarinn, góða aflið sem er komið til að hreinsa upp í drullunni og koma spilltum valdaelítum á bak við lás og slá. Trump er lýst sem varnarliðinu gegn siðferðilegri hnignun Woke-brjálæðisins.
Áhrif þessa mikla áróðurs eru að báðir aðilar verða blindir á undirliggjandi stefnu gervigreindarinnar; AI .
Fyrir harðlínu-stuðningsmenn Trump eru nú öll boð sem berast frá Washington séð í gegnum þetta filter frelsarans mikla.
Það verður að viðurkennast að þetta er snilldar „PSYOP„, hvernig hægt er að fá svona marga uppreisnarmenn, „pushbackers“, sem fyrir örfáum árum stóðu á vígalínunni og mótmæltu bóluefnavegabréfum, tæknikratíu og “nýju heimsskipaninni” (New world order), til að koma saman núna og gleðjast yfir því að þessi nýja heimsskipan sé í raun innleidd.
Ef Joe Biden hefði verið sá sem hefði kynnt Stargate-verkefnið – stærstu fjárfestingu nokkru sinni í gervigreind og snjallinnviðum – hefðu þessir stuðningsmenn eflaust mótmælt harðlega og kallað það tilraun til að innleiða samfélag Orwells í 1984. En þegar það er Trump sem er við stjórnvölinn á tæknikratíska skipinu eru skyndilega engin andmæli. Trúarsöfnuður Trump eru tilbúnir í að fara gegn grunngildum sínum til að réttlæta hverja ákvörðun sem nú kemur frá Washington.
Hinar herbúðirnar munu hinsvegar fordæma allt sem gerist í forsetatíð Trump, jafnvel bætt samskipti tveggja stærstu kjarnorkuvelda heims, ef slíkt myndi heppnast.
Noam Chomsky hefur lýst því hvernig vald getur haldið fólki aðgerðalausu og hlýðnu með því að takmarka svið ásættanlegra skoðana stranglega en leyfa mjög líflegar umræður innan þessa rófs.
Þannig fáum við hatursfulla og eitraða umræðu um innflytjendamál, um íslam, um kynhlutlaus salerni og um fullt af gildishlöðnum málum sem hafa engin áhrif á stefnuskrá gervigreindarinnar. En við fáum varla neina umræðu um hraðari þróun gervigreindartækni eða um tæknistefnuna sem verið er að útfæra.
Fyrir djúpríki gervigreindarinnar og tæknikrata; „Deep AI State“, skiptir því ekki máli hvaða aðili fer með formlegt vald. Teknókratía er sett á laggirnar með því pólitíska apparati sem er hagkvæmast hverju sinni.
Höfundur greinar: Per Daniel Shapiro, rannsóknarblaðamaður.
Þýðing: Svala Ásdísardóttir