Gáfaða fólkinu gengur illa

Í merki­legri vís­inda­grein eft­ir Dan Kah­an sem kom út fyr­ir rúm­um ára­tug er fjallað um vanda­mál þar sem gáfaða fólk­inu geng­ur verr en öðrum. Frétt­ir um grein­ina lýsa henni sem sorg­leg­ustu upp­götv­un sem gerð hef­ur verið um heil­ann – en í grein­inni er fjallað um hvernig stjórn­mál skemma getu fólks til þess að reikna.

Í rann­sókn­inni var fjallað um til­raun sem var gerð á húðkremi til þess að lækna út­brot á húð. Af hópn­um sem notaði krem löguðust út­brot­in hjá 223 en urðu verri hjá 75, á meðan út­brot­in löguðust hjá 107 í hópn­um sem notaði ekki kremið. Í þeim hópi versnuðu út­brot­in hjá 21. Niður­stöðurn­ar sýndu að fólk sem gekk al­mennt séð vel í stærðfræði giskaði rétt; að kremið væri verra en að nota ekki krem. Mun­ur­inn er að út­brot­in minnkuðu hjá fimm­falt fleir­um af þeim sem notuðu ekki krem en bara þre­falt fleir­um af þeim sem notuðu krem.

Í kjöl­farið var svo gerð önn­ur til­raun nema í þeirri til­raun var spurn­ing­in póli­tísk. Þar var ekki spurt hvort húðkremið virkaði bet­ur á út­brot eða ekki held­ur hvort strang­ari vopna­lög­gjöf virkaði til þess að draga úr glæp­um eða ekki. Allt í einu breytt­ust niður­stöðurn­ar. Svör­in urðu póli­tísk – óháð gögn­un­um. Ef gögn­in voru and­stæð póli­tískri af­stöðu flokk­anna um vopna­lög­gjöf voru töl­urn­ar notaðar til þess að rétt­læta póli­tíska af­stöðu þeirra – óháð því hvað töl­urn­ar voru að segja í raun og veru.

Í stuttu máli sagt: Fólkið sem sá að kremið virkaði ekki á út­brot­in sá ekki að strang­ari vopna­lög­gjöf virkaði ekki á glæpatíðni, ef það hélt að strang­ari vopna­lög­gjöf ætti að virka á glæpatíðni. Póli­tísk hlut­drægni skyggði þeim sýn á gögn­in.

Á sama tíma er fólk spurt hvort það myndi skipta um skoðun ef gögn­in sýndu að það hefði rangt fyr­ir sér. Öll svöruðu þau þeirri spurn­ingu ját­andi. Auðvitað. Rann­sókn­in sýn­ir hins veg­ar að fólk er bara ekk­ert til­búið til þess að taka til­lit til gagna. Af­neit­un er auðveld­ari en að horf­ast í augu við að hafa rangt fyr­ir sér.

Þetta er ástæðan fyr­ir því að gerð er sú krafa í grunn­stefnu Pírata að flokk­ur­inn „móti stefnu sína í ljósi gagna og þekk­ing­ar sem er aflað óháð því hvort til­laga virðist í fyrstu æski­leg eða ekki“. En á sama tíma er fólk í Pír­öt­um ekk­ert ónæmt fyr­ir þess­um áhrif­um. Fólk ger­ir sitt besta til þess að fylgja gögn­un­um – sem eru held­ur ekki alltaf skýr. En það verður alla­vega að reyna, ekki satt?

Þetta hef­ur verið leiðarljós í mín­um störf­um á und­an­förn­um átta árum. Að krefja stjórn­völd um gögn til þess að út­skýra stefnu sína. Það var ekki vin­sælt meðal stjórn­arþing­manna sem kvörtuðu sár­an yfir allri vinn­unni og kostnaðinum við að svara spurn­ing­un­um – vinnu sem átti auðvitað að vera búið að vinna til þess að rök­styðja stefnu stjórn­valda.

Þess vegna geng­ur okk­ur illa. Vant­ar gögn.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu, 6. desember 2024. Endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *