Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Kominn tími til að laga lýðræðishallann og skapa traust til stjórn­málanna

Í upphafi skyldi endinn skoða í stað þess að vaða áfram án þess að líta heildstætt á málin og mögulegar afleiðingar til langs tíma m.a. með aðstoð erlendra sérfræðinga og aðkomu almennings. Það er eina forsenda þess að ná fram einingu um hvað skuli reisa eða rústa. Auðvitað þarf fólk að fá tækifæri til að skoða og átta sig á fyrirliggjandi upplýsingum og gögnum sem er vanalega forsenda þess að mynda sér upplýsta skoðun. Þá er mögulegt að taka lýðræðislega ákvörðun með ráðgefandi eða bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu eða með auknum meirihluta atkvæða 2/3 þingmanna í stað þess að ákvarðanataka sé eingöngu á forræði ríkisstjórnar, sem mótar stefnu og setur lög með einföldum meirihluta, sveitarstjórna, sem margar eru fámennar, og landeiganda í tilviki náttúrunnar. Það liggur mikið við að gera lýðræðislegar breytingar. Fjöregg og framtíðarhagur þjóðarinnar er að veði.