Orðin sem geyma hatrið

Orðin sem geyma hatrið

Líklega hefur hatursorðræða ekki verið jafn útbreidd og ríkjandi í íslensku samfélagi og síðastliðin þrjú ár. Líklega hafa hatursfull ummæli aldrei þótt jafn réttlætanleg og þá. Líklega hefur hópi af fólki ekki verið útskúfað úr samfélaginu í jafn stórum stíl og þá. Þess vegna velti ég því fyrir mér hvort fræðslunámskeið ríkisstjórnarinnar muni taka mið af öllum birtingarmyndum hatursorðræðu og takast þá á við hana alla, óháð málstaðnum.
Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Hagsmunaaðilar bólusetningarherferðarinnar

Twitter files uppljóstrunarbylgjan virðist engan enda ætla að taka og hún leiðir í ljós að þöggunin og spillingin í faraldrinum var mun útbreiddari en nokkur gat ímyndað sér. Skjáskot af tölvupóstum frá Robert Flaherty, verkefnisstjóra stafrænu samskiptadeildar Hvíta Hússins, sýna fram á beinar tilskipanir til stjórnenda stærstu samskiptamiðlana um að þagga markvisst niður og eyða efni sem gæti ýtt undir efasemdir gagnvart bólusetningarherferðinni.
Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Er Musk að „trömpa“ Twitter?

Notendur Twitter hafa sennilega aldrei verið tvístraðri. Er Elon Musk kærulaus og eigingjarn miljarðamæringur sem veður áfram hugsunarlaust? Eða er hann óeigingjarn miljarðamæringur sem vill mannkyninu vel og fórnar sér fyrir málstaðinn? Þetta ættu í grófum dráttum að vera pólarnir sem annað hvort laða fram hatur eða ást á fyrirbærinu Elon Musk. Undanfarin misseri hefur…
Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Endalok frjálsrar umfjöllunar um glæpsamlegt atferli yfirvalda?

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í nýlegu viðtali að bandarísk stjórnvöld beiti nú miklum þrýstingi og að nái þau sínu fram gæti svo farið að Assange verði framseldur á næstu vikum. Kristinn er staddur í Suður-Ameríku til að vekja athygli á þeim hagsmunum tjáningarfrelsis sem eru í húfi verði Julian Assange dæmdur. Markmiðið sé að fá stjórnmálaleiðtoga í Suður Ameríku og Mexíkó til að hvetja Biden-stjórnina til að endurskoða málið út frá eigin hugsjónum um hefðbundið fjölmiðlafrelsi og að fella niður kærur á grundvelli þeirra.
Fjölmiðlar sem bergmálshellir stjórnvalda?

Fjölmiðlar sem bergmálshellir stjórnvalda?

Í lýðræðislegu samhengi gegna fjölmiðlar því mikilvæga hlutverki að veita aðhald þeim sem fara með pólitískt og efnahagslegt vald á hverjum tíma. Þetta er gert í þágu almennings. Hlutverk fjölmiðla er m.ö.o. ekki að veita almenningi aðhald í þágu valdhafa. Fram eru komnar vísbendingar um að þetta samhengi hafi riðlast á tímum kórónuveirunnar. Jafnvægið er…