Málfrelsið og áskoranir þess

Nú nýverið var formaður Málfrelsis, Svala Magnea Ásdísardóttir í spjalli hjá Gunnari Smára Egilssyni á Samstöðinni. Svala ræðir hér m.a. um þöggunina og frelsisskerðingarnar sem nutu víðtæks stuðnings þegar veiruhræðslan heltók samfélagið og hvernig fjölmiðlar brugðust í því hlutverki sínu að leita staðreynda og ýta undir gagnrýna umræðu. Í viðtalinu ræða þau hvernig ritskoðunin hefur síður en svo látið undan síga eins og sjá má t.d. í fréttaflutningi og umfjöllun um hernað Ísraela á Gaza, og hvernig atlögurnar að frjálsri og opinni umræðu koma stundum úr óvæntum áttum.

Comments

No comments yet. Why don’t you start the discussion?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *