Efnismikil grein á Brownstone Institute gefur góða yfirsýn yfir þróun samfélagsmiðla og hinn stafræna vettvang sem stjórntæki hagsmunaaðila. Hún markar ákveðin þáttaskil og gerir grein fyrir aukinni mótspyrnu gegn þróuninni. Í greininni er farið yfir þróun menningarlegra stjórntækja, frá einkaleyfum til nútíma stafrænna kerfa. Því er haldið fram að stafrænir vettvangar í dag, svo sem samfélagsmiðlar og streymisþjónustur, séu flókin verkfæri fyrir fjöldamanipúleringu eða múgsefjun. Notast er við sálfræðileg prinsipp sem stjórnunartækni sem hefur verið í þróun sl. öld. Þessir vettvangar nota gögn og reiknirit til að hafa áhrif á hegðun á óbeinan hátt, menningarlega mótun og halda andmælum í skefjum.
Greinin undirstrikar einnig hvernig tæknirisar, eins og Facebook og Netflix, nýta sálfræðilega stjórnunartaktík – með því að lyfta fram málefnum en útiloka önnur, til að stýra almennri vitund. Þessir stjórnunarhættir eru öflug tól með tilkomu stafræns eftirlits, reiknirita og fjárhagskerfa, sem skapa mjög samþætt net sem hefur mótandi áhrif á hegðun. Tilkoma stafrænu myntanna frá Seðlabönkum (CBDCs) er kynnt til sögunnar sem næsta skref í að styrkja þessa stjórnunarhætti með því að fella eftirlit inn í fjárhagskerfin.
Þrátt fyrir stærð og flækjustig þessa kerfis, leggur greinin áherslu á að aukin mótspyrna almennings sé að myndast með aukinni meðvitund. Fólk er í auknum mæli að hafna meginstraumsnarratívi og leitast eftir að fylgjast með óhefðbundnum upplýsingaveitum sem valkost við miðstýrt kerfi. Höfundur greinarinnar fullyrðir í lokin að þrátt fyrir að þessi stjórntæki séu öflug, séu þau ekki óumflýjanleg. Með því að viðurkenna og hafna stýrikerfinu, efla tengsl í raunheimum og styðja óháða miðla, geta einstaklingar endurheimt sjálfstæði og hafnað stafrænu stjórnunar-samsteypunni. Lausnin felst í því að viðurkenna þessi kerfi til þess að mögulegt sé að rjúfa þau og byggja upp frjálsari upplýsingakerfi í framtíðinni.
Greinina má lesa í heilu lagi með því að smella á hlekkinn hér að neðan.