Aðalfundur Málfrelsis

Aðalfundur Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi var haldinn að Kríunesi í Kópavogii mánudaginn 1. apríl 2024.

Fundur hófst kl 14:00

Fundinn sóttu Erling Óskar Kristjánsson, Þorsteinn Siglaugsson, Svala Magnea Ásdísardóttir, Helgi Örn Viggósson, Björn Jónasson, Geir Ágústsson, Þórarinn Hjartarson, Gunnar Guttormur Kjeld og Guðlaugur Bragason sem ritar þessa fundargerð ásamt tveimur öðrum gestum. Heildarfjöldi á fundinum voru 11 manns.

Svala Magnea Ásdísardóttir sá um fundarstjórn.

1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári var lögð fyrir fundargesti:

Skýrsla stjórnar:

Sex málfundir voru haldnir á árinu 2023. Í janúar bauð félagið Toby Young, formanni Free Speech Union til landsins. Toby hélt erindi á málþingi félagsins þann 7. janúar ásamt Ögmundi Jónassyni og Svölu Magneu Ásdísardóttur, en hún hljóp í skarðið fyrir Kristin Hrafnsson talsmann Wikileaks, sem forfallaðist.

Þann 14. febrúar stóð félagið fyrir fundi undir yfirskriftinni Tjáningarfrelsi, vald og woke. Þar héldu erindi Þorsteinn Siglaugsson og Iva Marín Adrichem.

Þann 16. mars hélt félagið fund í tilefni af því að þá voru þrjú ár liðin síðan sóttvarnaráðstöfunum vegna Covid-19 var komið á, skólum og fyrirtækjum lokað og skimun á landamærunum hafin. Á fundinum fór Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður yfir málin.

Í apríl buðum við breska rithöfundinum Lauru Dodsworth til landsins, en hún er höfundur bókarinnar State of Fear, sem fjallar um sálfræðihernað stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Á fundinum sem haldinn var þann 18. apríl talaði einnig Viðar Halldórsson félagsfræðiprófessor og ræddi um þær hættur sem samfara eru útbreiðslu samfélagsmiðla.

Þann 15. maí stóð félagið fyrir fundi um fræðslustarf Samtakanna 78, sem talsverð gagnrýni hafði beinst að vikurnar á undan. Þorbjörg Þorvaldsdóttir fræðslustýra samtakanna gerði þar grein fyrir starfinu. Á fundinum urðu líflegar umræður sem Baldur Benjamín Sveinsson stjórnarmaður í félaginu stýrði.

12. nóvember stóð Málfrelsi fyrir opnum fundi um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Þar töluðu þau Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Magnea Marinósdóttir og Ögmundur Jónasson, en Bogi Ágústsson fréttamaður stýrði fundinum.

Félagið skilað inn gagnrýninni umsögn um þingsályktunartillögu forsætisráðherra um aðgerðir gegn hatursorðræðu sem lögð var fram í janúar. Félagið skilaði aftur umsögn um málið þegar það kom til umfjöllunar Alþingis og mætti formaður á fund allsherjar- og menntamálanefndar og gerði grein fyrir afstöðu félagsins og varnaðarorðum.

Vefmiðill félagsins, Krossgötur birti samtals 162 greinar á árinu, eða að meðaltali ríflega þrjár greinar á viku. Þar er um að ræða bæði frumsamið efni eftir ritnefndarfólk og aðra, endurbirt efni og þýddar erlendar greinar.

Félagsmenn á póstlista félagsins voru ríflega 240 talsins í árslok.

2. Gert var grein fyrir reikningsshaldi síðasta starfsárs.

Reikningar félagsins

Rekstrarreikningur 2023
Félagsgjöld                 455.243
Bankakostnaður–                  20.872
Leiga á aðstöðu–                205.000
Prentun–                  27.702
Ferðakostnaður–                150.203
Risna vegna erlendra gesta–                126.054
Fjármagnstekjuskattur–                    1.074
Hagnaður / tap–                   75.662
Efnahagur / sjóður 2023
Bankainnstæða í upphafi árs345.128
Bankainnstæða í lok árs265.143
  

3. Kosið var í nýja stjórn og hlutverkum skipt innan hennar.

Ný stjórn var kjörin og er eftirfarandi:

Formaður: Svala Magnea Ásdísardóttir

Meðstjórnendur: Arnar Þór Jónsson, Björn Jónasson, Erling Óskar Kristjánsson (gjaldkeri), Guðlaugur Bragason (ritari), Helgi Örn Viggósson og Þorsteinn Siglaugsson (varaformaður).

Varamenn: Einar Scheving, Þórarinn Hjartarson og Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Skoðunarmaður: Geir Ágústsson

  • Tilaga barst um að hækka félagsgjald í 5.900 krónur. Tilagan var samþykkt einróma.
  • Önnur mál.
  • Ræddar voru hugmyndir um að auka drægni Krossgatna með samstarfi við aðra miðla. Var þá sérstaklega talað um fjölmiðilinn Nordic Times sem hefur áhuga á að birta greinar eftir okkur.
  • Hugmyndir bárust um endurbætur á heimasíðunni okkar. Þá ætlaði Helgi t.d. að setja upp dálk sem væri t.d. titlaður eitthvað á þessa leið „fréttir vikunnar sem þú misstir af“ þar sem hlekkjað væri t.a.m. í fréttir frá Daily Sceptic og/eða aðra traustvekjandi miðla.
  • Hugmyndir voru ræddar að nýta betur póstlistann okkar. Þá væri sem dæmi. hægt að senda öllum á póstlistanum hlekki á greinar af og til en þó með þeim fyrirvara að vera ekki með of mikið áreiti. T.d. væri hægt að senda póst einu sinni í mánuði með smá inngangi og tilvísanir í nokkrar af vinsælustu greinunum á síðunni þann mánuðinn.
  • Hugmynd barst með að greiða fyrir aukinn sýnileika greina. Þá væri t.d. hægt að greiða Facebook smá upphæð til að fleiri sæju greinarnar okkar koma á feedið sitt.

Fleiri mál voru ekki rædd og var fundi slitið kl 15:30