Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Jordan Peterson gegn anda alræðishyggjunnar

Ráðist hefur verið á Jordan Peterson á vettvangi Háskólans í Toronto, þar sem hann var prófessor, en nú nýlega hefur samband sálfræðinga í Ontario í Kanada (e. College of Psychologists of Ontario), sem er stjórnvald fyrir sálfræðinga, kveðið upp þann úrskurð að hann eigi að undirgangast endurmenntun í notkun samfélagsmiðla en ella missa starfsleyfi sitt sem klínískur sálfræðingur. Peterson talar um mikilvægi þess að standa á sínu – alræðishyggjan nærist meðal annars á undanlátssemi og meðvirkni. Hann mun ekki undirgangast endurmenntun.